Er í lagi að ráðherrar ljúgi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. júní 2017 07:00 Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun