Martröð í morgunsárið Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. júlí 2017 07:00 Ég hef lesið eina sjálfshjálparbók um ævina. Það reyndist ein hættulegasta lesning lífs míns. Hver er lykillinn að velgengni? Fjölmargir telja sig hafa svarið. Joanna Coles, fyrrverandi ritstjóri Marie Claire og Cosmopolitan sem nú er deildarstjóri hjá Hearst fjölmiðlasamsteypunni, tjáði sig um það á dögunum að hún sparaði tíma með því að klæðast hælaskónum sínum á hlaupabrettinu og horfa á sjónvarpsþætti á tvöföldum hraða. Harriet Green, stjórnandi hjá IBM og fyrrverandi framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, sefur aðeins þrjár til fjórar klukkustundir á nóttu. Þrisvar í viku vaknar hún klukkan fimm á morgnana til að æfa með einkaþjálfara. „Fólk borðar of mikið og sefur of mikið,“ sagði hún í viðtali við The Times. Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, er meistari í að gera margt í einu. Hann sinnir viðskiptum í símanum sínum á meðan hann situr fundi og svarar tölvupóstum á sama tíma og hann fer yfir reikninga. Svo þétt er dagskráin hjá honum að hann skiptir deginum niður í fimm mínútna einingar. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, klæðist sömu fötunum á hverjum degi svo hann þurfi ekki að eyða of löngum tíma við fataskápinn.Fástíska smáa letriðKraftaverk í morgunsárið, eða The Miracle Morning, hét bókin sem breytti lífi mínu. Loforðin voru stór, leikreglurnar einfaldar: Til að verða hamingjusamari, njóta meiri velgengni í starfi, verða heilbrigðari, klárari, ríkari og orkumeiri – til að verða betri útgáfa af sjálfri mér – þurfti ég aðeins að sofa skemur. Bókin boðaði að lesendur vöknuðu klukkutíma fyrr á hverjum morgni til að skipuleggja daginn og framtíð sína, hugleiða, hreyfa sig og loks lesa bók. Mér láðist hins vegar að lesa Fástíska smáa letrið.Undirstaðan að öllu„Svefn er ein af undirstöðum hamingju okkar, velferðar og langlífis,“ fullyrðir Matthew Walker, prófessor við Berkeley háskóla sem rannsakað hefur áhrif svefns í tuttugu ár en bók með niðurstöðum hans kemur út í haust. „Allir helstu sjúkdómar sem hrjá manninn tengjast að hluta svefnvenjum: Alzheimer, offita, sykursýki og geðsjúkdómar.“ Matthew segir svefn mikilvægari en mataræði og hreyfingu. „Ef einstaklingi er bannað í einn sólarhring að stunda líkamsrækt, borða og sofa, hvað veldur mestum skaða? Skortur á svefni.“Leikur að eldiKraftaverkið í morgunsárið breyttist fljótt í martröð í morgunsárið. Sjálfshjálparbókin boðaði töfralausn sem – eins og svo margar slíkar bækur – virti að vettugi raunverulegar rannsóknir á því hvað stuðlar að hamingju, vellíðan, orku og hæfni til að einbeita sér að verkefnum dagsins. Þeir sem telja sig ekki hafa tíma til að skipta um skó áður en þeir stíga á hlaupabretti ættu að eiga samtal við hnén á sér; þeir sem horfa á sjónvarpið á tvöföldum hraða ættu að íhuga að sleppa því einfaldlega að horfa á sjónvarpið; þeir sem eru stöðugt í símanum er þeir sitja fundi með öðru fólki eru klárlega fávitar; þeir sem sofa aðeins þrjá tíma á nóttu til að afkasta meiru leika sér að eldi. Talið er að meðalmaðurinn þurfi að sofa tæpa átta tíma á nóttu. Eftir viku af skertum svefni í boði sjálfshjálparbókarinnar var ég orðin önug, komin með krónískan hausverk, var sljó og sinnulaus. Æ fleiri rannsóknir sýna að skortur á svefni er stórhættulegur. Svefnleysi getur skert hæfni okkar til að aka bíl jafn mikið og áfengi. Svefnleysi veldur því að greindarvísitala einstaklinga lækkar. Tilraunir á rottum leiddu í ljós að þær drápust eftir tíu til þrjátíu daga af svefnleysi. Þeir sem selja uppskriftir að velgengni fylla heilu bækurnar af ráðum um hvernig við eigum að gera meira og hvílast minna. Rannsóknir sýna hins vegar svart á hvítu hvernig má auka afköst, hamingju og vellíðan. Ráðið er einfalt – og ókeypis: Gera minna, hvílast meira. Njótið sumarsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór
Ég hef lesið eina sjálfshjálparbók um ævina. Það reyndist ein hættulegasta lesning lífs míns. Hver er lykillinn að velgengni? Fjölmargir telja sig hafa svarið. Joanna Coles, fyrrverandi ritstjóri Marie Claire og Cosmopolitan sem nú er deildarstjóri hjá Hearst fjölmiðlasamsteypunni, tjáði sig um það á dögunum að hún sparaði tíma með því að klæðast hælaskónum sínum á hlaupabrettinu og horfa á sjónvarpsþætti á tvöföldum hraða. Harriet Green, stjórnandi hjá IBM og fyrrverandi framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Thomas Cook, sefur aðeins þrjár til fjórar klukkustundir á nóttu. Þrisvar í viku vaknar hún klukkan fimm á morgnana til að æfa með einkaþjálfara. „Fólk borðar of mikið og sefur of mikið,“ sagði hún í viðtali við The Times. Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, er meistari í að gera margt í einu. Hann sinnir viðskiptum í símanum sínum á meðan hann situr fundi og svarar tölvupóstum á sama tíma og hann fer yfir reikninga. Svo þétt er dagskráin hjá honum að hann skiptir deginum niður í fimm mínútna einingar. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, klæðist sömu fötunum á hverjum degi svo hann þurfi ekki að eyða of löngum tíma við fataskápinn.Fástíska smáa letriðKraftaverk í morgunsárið, eða The Miracle Morning, hét bókin sem breytti lífi mínu. Loforðin voru stór, leikreglurnar einfaldar: Til að verða hamingjusamari, njóta meiri velgengni í starfi, verða heilbrigðari, klárari, ríkari og orkumeiri – til að verða betri útgáfa af sjálfri mér – þurfti ég aðeins að sofa skemur. Bókin boðaði að lesendur vöknuðu klukkutíma fyrr á hverjum morgni til að skipuleggja daginn og framtíð sína, hugleiða, hreyfa sig og loks lesa bók. Mér láðist hins vegar að lesa Fástíska smáa letrið.Undirstaðan að öllu„Svefn er ein af undirstöðum hamingju okkar, velferðar og langlífis,“ fullyrðir Matthew Walker, prófessor við Berkeley háskóla sem rannsakað hefur áhrif svefns í tuttugu ár en bók með niðurstöðum hans kemur út í haust. „Allir helstu sjúkdómar sem hrjá manninn tengjast að hluta svefnvenjum: Alzheimer, offita, sykursýki og geðsjúkdómar.“ Matthew segir svefn mikilvægari en mataræði og hreyfingu. „Ef einstaklingi er bannað í einn sólarhring að stunda líkamsrækt, borða og sofa, hvað veldur mestum skaða? Skortur á svefni.“Leikur að eldiKraftaverkið í morgunsárið breyttist fljótt í martröð í morgunsárið. Sjálfshjálparbókin boðaði töfralausn sem – eins og svo margar slíkar bækur – virti að vettugi raunverulegar rannsóknir á því hvað stuðlar að hamingju, vellíðan, orku og hæfni til að einbeita sér að verkefnum dagsins. Þeir sem telja sig ekki hafa tíma til að skipta um skó áður en þeir stíga á hlaupabretti ættu að eiga samtal við hnén á sér; þeir sem horfa á sjónvarpið á tvöföldum hraða ættu að íhuga að sleppa því einfaldlega að horfa á sjónvarpið; þeir sem eru stöðugt í símanum er þeir sitja fundi með öðru fólki eru klárlega fávitar; þeir sem sofa aðeins þrjá tíma á nóttu til að afkasta meiru leika sér að eldi. Talið er að meðalmaðurinn þurfi að sofa tæpa átta tíma á nóttu. Eftir viku af skertum svefni í boði sjálfshjálparbókarinnar var ég orðin önug, komin með krónískan hausverk, var sljó og sinnulaus. Æ fleiri rannsóknir sýna að skortur á svefni er stórhættulegur. Svefnleysi getur skert hæfni okkar til að aka bíl jafn mikið og áfengi. Svefnleysi veldur því að greindarvísitala einstaklinga lækkar. Tilraunir á rottum leiddu í ljós að þær drápust eftir tíu til þrjátíu daga af svefnleysi. Þeir sem selja uppskriftir að velgengni fylla heilu bækurnar af ráðum um hvernig við eigum að gera meira og hvílast minna. Rannsóknir sýna hins vegar svart á hvítu hvernig má auka afköst, hamingju og vellíðan. Ráðið er einfalt – og ókeypis: Gera minna, hvílast meira. Njótið sumarsins!