Kastað fyrir ljónin Frosti Logason skrifar 24. ágúst 2017 07:00 Nýverið var mér bent á þá nöturlegu staðreynd að kristnir menn á Íslandi væru margir hverjir farnir að veigra sér við að tjá trú sína á opinberum vettvangi. Þetta er auðvitað dapurlegt ef satt er. Siðferðisáttavitar, sem hafa ekki annað en orð guðs sér til handleiðslu, eru mikilvæg rödd í mannlegu samfélagi og í raun skammarlegt að við skulum ekki viðurkenna það. Við getum auðvitað ekki stært okkur af meintu trúfrelsi ef kristnum mönnum er statt og stöðugt svarað fullum hálsi í hvert skipti sem þeir boða hið heilaga orð. Það er heldur ekki eins og kristnir menn hafi valið sér þetta hlutskipti, þeir eru einungis að bera út boðskapinn eins og þeim var uppálagt af sjálfum frelsaranum og lærisveinum hans. Eins og margir lesenda minna gera sér eflaust grein fyrir hef ég í gegnum tíðina gert mig sekan um viðurstyggilega trúvillu og, það sem verra er, blygðunarlaust og ítrekað guðlast. En ég verð að viðurkenna að samviska mín er ekki hrein. Það er farið að renna upp fyrir mér að mín bíður ekkert annað en sjóðandi hola í helvíti þar sem þrefaldur túrbótími í Sælunni fölnar í samanburði. Í bókstaflegum skilningi hins heilaga orðs. Ég hef ákveðið að iðrast og biðja um miskunn. Ég get ekki lengur sungið þjóðsönginn á kappleikjum, haldið jól og páska og látið svo eins og óskilgetið afkvæmi skrattans þess á milli. Hér eftir ætla ég að hafa vit á að þegja þegar samlíf samkynhneigðra, fóstureyðingar og óhófleg áfengisneysla verða söltuð í tunnur af réttum handhöfum sannleikans. Öðruvísi ríkir hér ekki raunverulegt trúfrelsi. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Nýverið var mér bent á þá nöturlegu staðreynd að kristnir menn á Íslandi væru margir hverjir farnir að veigra sér við að tjá trú sína á opinberum vettvangi. Þetta er auðvitað dapurlegt ef satt er. Siðferðisáttavitar, sem hafa ekki annað en orð guðs sér til handleiðslu, eru mikilvæg rödd í mannlegu samfélagi og í raun skammarlegt að við skulum ekki viðurkenna það. Við getum auðvitað ekki stært okkur af meintu trúfrelsi ef kristnum mönnum er statt og stöðugt svarað fullum hálsi í hvert skipti sem þeir boða hið heilaga orð. Það er heldur ekki eins og kristnir menn hafi valið sér þetta hlutskipti, þeir eru einungis að bera út boðskapinn eins og þeim var uppálagt af sjálfum frelsaranum og lærisveinum hans. Eins og margir lesenda minna gera sér eflaust grein fyrir hef ég í gegnum tíðina gert mig sekan um viðurstyggilega trúvillu og, það sem verra er, blygðunarlaust og ítrekað guðlast. En ég verð að viðurkenna að samviska mín er ekki hrein. Það er farið að renna upp fyrir mér að mín bíður ekkert annað en sjóðandi hola í helvíti þar sem þrefaldur túrbótími í Sælunni fölnar í samanburði. Í bókstaflegum skilningi hins heilaga orðs. Ég hef ákveðið að iðrast og biðja um miskunn. Ég get ekki lengur sungið þjóðsönginn á kappleikjum, haldið jól og páska og látið svo eins og óskilgetið afkvæmi skrattans þess á milli. Hér eftir ætla ég að hafa vit á að þegja þegar samlíf samkynhneigðra, fóstureyðingar og óhófleg áfengisneysla verða söltuð í tunnur af réttum handhöfum sannleikans. Öðruvísi ríkir hér ekki raunverulegt trúfrelsi. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.