Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Benedikt Traustason skrifar 8. október 2017 09:00 Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. Þær breytingar munu hafa áhrif á öll vistkerfi jarðar en mest hér á norðurslóðum. Nú þegar hafa fyrstu vísar að breytingum á náttúrunni komið í ljós en hnignun bleikjustofna í vötnum sunnanlands, fækkun háfjallaplantna og heimskautafuglategunda eru aðeins upptaktur þess sem koma skal. Súrnun sjávar, hörfun stofna nytjafiska, útbreiðsla meindýra og sjúkdóma í villtum lífverum verða brátt óumflýjanlegur veruleiki. Því er ágætt að spyrja sig til hvaða ráða ætla stjórnvöld að grípa? Undanfarin 10 ár hefur nær stöðugt verið skorið niður til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan þeirrar deildar eru m.a. ferðamálafræði, en ferðaþjónusta er ein meginstoð íslensks atvinnulífs, og líffræði, sem gegnir lykilhlutverki við að skilja þær breytingar á náttúrunni sem við stöndum frammi fyrir. Innan þeirrar deildar eru þeir sérfræðingar sem treysta verður á til að draga úr óæskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframboð innan líffræðinnar verið rýrt, skyldufögum í grunnnámi verið fjölgað, valnámskeiðum fækkað um ríflega helming, verklegum kennslustundum fækkað um fjórðung og vettvangsferðir skornar burt eða skildar eftir í skötulíki. Nám þeirra sem við ætlumst til að rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvað kann að vera til ráða er þess vegna einsleitara, sérhæfing nemenda er minni og af þeim sökum er geta okkar til að takast á við loftslagsvandann takmarkaðri. Það er því grátbroslegtað hugsa til þess að stærstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa verið byggðir á náttúrunni. Er þá sama hvort litið er til landbúnaðar, fisksins í sjónum eða lunda og hvala sem laða sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er talað digurbarkalega um að fjölga ferðamannastöðum og að taka eigi á loftslagsvandanum. Aðgerðir í loftslagsmálum og aukin áhersla á uppbyggingu ferðamannastaða eru orðin tóm ef ekki fylgir stuðningur við menntun þeirra sem útfæra eiga aðgerðirnar. Þar að auki standast framlög Íslendinga til háskólastigsins engan veginn alþjóðlegan samanburð. Fyrir hverja krónu sem Íslendingar leggja til háskólanema, verja Danir til að mynda tveimur krónum, og reyndar gott betur. Óveruleg hækkun framlaga til Háskóla Íslands á næsta ári er hvergi nærri nóg til að snúa við þeirri sveltistefnu sem hefur verið viðvarandi í háskólakerfinu. Hvaða skilaboð senda þessi fjárlög í raun og veru? Jú, að náttúran sé ekki hluti af verðmætum landsins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Skoðun Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. Þær breytingar munu hafa áhrif á öll vistkerfi jarðar en mest hér á norðurslóðum. Nú þegar hafa fyrstu vísar að breytingum á náttúrunni komið í ljós en hnignun bleikjustofna í vötnum sunnanlands, fækkun háfjallaplantna og heimskautafuglategunda eru aðeins upptaktur þess sem koma skal. Súrnun sjávar, hörfun stofna nytjafiska, útbreiðsla meindýra og sjúkdóma í villtum lífverum verða brátt óumflýjanlegur veruleiki. Því er ágætt að spyrja sig til hvaða ráða ætla stjórnvöld að grípa? Undanfarin 10 ár hefur nær stöðugt verið skorið niður til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Innan þeirrar deildar eru m.a. ferðamálafræði, en ferðaþjónusta er ein meginstoð íslensks atvinnulífs, og líffræði, sem gegnir lykilhlutverki við að skilja þær breytingar á náttúrunni sem við stöndum frammi fyrir. Innan þeirrar deildar eru þeir sérfræðingar sem treysta verður á til að draga úr óæskilegum áhrifum loftslagsbreytinga. Á seinustu 10 árum hefur námsframboð innan líffræðinnar verið rýrt, skyldufögum í grunnnámi verið fjölgað, valnámskeiðum fækkað um ríflega helming, verklegum kennslustundum fækkað um fjórðung og vettvangsferðir skornar burt eða skildar eftir í skötulíki. Nám þeirra sem við ætlumst til að rannsaki áhrif loftslagsbreytinga og hvað kann að vera til ráða er þess vegna einsleitara, sérhæfing nemenda er minni og af þeim sökum er geta okkar til að takast á við loftslagsvandann takmarkaðri. Það er því grátbroslegtað hugsa til þess að stærstu atvinnuvegir Íslendinga eru og hafa verið byggðir á náttúrunni. Er þá sama hvort litið er til landbúnaðar, fisksins í sjónum eða lunda og hvala sem laða sífellt fleiri ferðamenn til landsins. Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er talað digurbarkalega um að fjölga ferðamannastöðum og að taka eigi á loftslagsvandanum. Aðgerðir í loftslagsmálum og aukin áhersla á uppbyggingu ferðamannastaða eru orðin tóm ef ekki fylgir stuðningur við menntun þeirra sem útfæra eiga aðgerðirnar. Þar að auki standast framlög Íslendinga til háskólastigsins engan veginn alþjóðlegan samanburð. Fyrir hverja krónu sem Íslendingar leggja til háskólanema, verja Danir til að mynda tveimur krónum, og reyndar gott betur. Óveruleg hækkun framlaga til Háskóla Íslands á næsta ári er hvergi nærri nóg til að snúa við þeirri sveltistefnu sem hefur verið viðvarandi í háskólakerfinu. Hvaða skilaboð senda þessi fjárlög í raun og veru? Jú, að náttúran sé ekki hluti af verðmætum landsins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun