Hvað kýst þú? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 27. október 2017 11:16 Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á morgun verður gengið til kosninga. Þú hefur valdið, kjósandi góður. Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum kosninganna! Það er í þínu valdi hvort ég sem frambjóðandi komist inn á Alþingi Íslendinga eða ekki. Það getur munað einu atkvæði. Þú getur valið hvaða stefnu verður fylgt á næstu fjórum árum. Ég mun leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu.Traust í stjórnmálumSumir segja að kosningar skipti ekki máli og vilja ekki fara á kjörstað. Þeir aðilar láta öðrum það eftir að velja hverjir stjórna. Það er skiljanlegt að einhverjir beri ekki mikið traust til stjórnmálanna. Undanfarin tíu ár hefur rótleysi og vantraust einkennt stjórnmálin hér á landi. Við stjórnmálafólk höfum verk að vinna við að byggja að nýju upp traust á stjórnmálin. Það gerum við með því að segja það sem við gerum og gera það sem við segjum.Eflum beint lýðræðiEfla þarf beint lýðræði meðal annars með breytingu á stjórnarskrá. Reynslan hefur kennt okkur að þegar við stöndum frammi fyrir okkar stærstu ákvörðunum skilar almenningur bestu niðurstöðunni. Eitt af þeim málum sem við stöndum frammi fyrir núna er að móta framtíðarsýn varðandi stór mál eins og þjóðarsjúkrahús og innanlandsflugvöll. Það eru mál sem gott væri að leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkar atkvæðagreiðslur gætu farið fram samhliða kosningum til sveitarstjórna og Alþingis.Við getum gert beturVið erum fámenn þjóð, einungis um 340.000. Vegna þess höfum við möguleika á því að vera eins og sportbíll frekar en þungur trukkur. Við getum verið sveigjanlegri en stærri þjóðir og innleitt breytingar hraðar. Þess vegna tel ég að við getum gert betur á mörgum sviðum samfélagsins. Besta leiðin til þess að árangur náist er að sátt ríki. Besta leiðin til að ná sátt og viðhalda liðsheild er að allir taki þátt og lýðræðisleg niðurstaða náist í erfiðum málum. Ég vona að þú nýtir lýðræðislegan rétt þinn á morgun og kjósir. Þannig tekur þú þátt í að móta framtíð okkar allra.Höfundur skipar 2. sæti fyrir Framsókn í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar