Þátttaka óskast – en á hvaða forsendum? Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 26. október 2017 11:45 Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir marga og er það ekki eingöngu vegna hinnar nú árlegu kosningabaráttu. Það er einnig vegna þess að við höfum haft kjark til að takast á við mikilvægt málefni í þjóðarsamtali. Erfið samtöl hafa verið tekin vegna #höfumhátt #metoo og laga sem veita uppreist æru, bæði í raun- og netheimum, milli vina, ókunnugra og innan fjölskyldna. Þessi samtöl fjalla um mismunun sem rúmlega helmingur þjóðarinnar upplifir, en hinn helmingurinn á erfitt með að sjá eða veit ekki af. Í kosningabaráttu líkt og annarri baráttu fyrir jafnrétti, réttindum eða aukinni meðvitund, er fólk að biðja um þátttöku. Hvort þessi þátttaka er tengd aðgerð eins og að kjósa eða bara að deila skoðun, þá vita allir að árangur næst aðeins með þátttöku. Hún er hjartað í baráttunni. En á hvaða forsendum? Þegar fólk sem skilgreinir sig sem kvenkyns opnar á samtalið um mismunun, opnar á reynslu sína vegna kynjaðs áreitis og ofbeldis, og talar um þessa „forritun“ sem einstaklingar og samfélagið lifa við, þá er verið að tala um forsendur þátttöku. Sem sagt: Í samfélagi þar sem kynjahallinn er forritaður inn í kerfið, geta konur þá tekið þátt á eigin forsendum? Svarið er oftast nei, því að kerfið er enn forritað út frá forsendum þeirra sem skilgreina sig karlkyns. Konur finna frekar fyrir þessu en karlar. Er það skrítið? Eiginlega ekki. Þegar kerfið er byggt þannig upp að það veitir þér forréttindi umfram aðra þá þarftu að leggja mikið á þig til þess að sjá það sem aðili sem stendur utan við kerfið. Ég sem einstaklingur geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem ég hef. Sum hef ég fengið í arf, önnur hef ég öðlast vegna þess að ég hef búið og unnið innan kerfa þar sem nauðsynlegt er fyrir mig að skilja og haga mér eftir forsendum þess. Og þær forsendur voru forritaðar af körlum. Með öðrum orðum: ég kann að karla-karla. Frekar vel sko. Ég lærði það innan iðnaðargeirans, á verkstæðum og á sviði upplýsingatækni því ég tók þátt á forsendum karla til að einangrast ekki. Það gerði mig þreytta. Dauðþreytta og ég byrjaði að spyrja sjálfan mig: hversvegna er þátttakan alltaf á öðrum forsendum en mínum eigin? Það er ekki auðvelt að svara þessari spurningu, en ég hef lært virkilega mikið frá því að meðvitund mín vaknaði. Ósk mín er einföld: Getum við breytt þessum þátttökuforsendum? Ef við höldum áfram að vera hugrökk, tökum erfiðu samtölin og hlustum, þá er ég viss um að forsendur framtíðarinnar verði hagstæðar fyrir okkur öll.Oktavía Hrund Jónsdóttir, varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi og skipar nú 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar