Nýherji og dótturfélögin sameinast undir nafninu Origo Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 19:12 Tilkynnt var um samruna Nýherja og dótturfélaganna í október síðastliðnum. Origo Nýherji og dótturfélögin Applicon og TM Software hafa sameinast undir nafninu Origo. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilkynnt var um samrunann í október síðastliðnum en þá kom fram að Nýherji myndi sameinast dótturfélögum sínum á nýju ári. „Þó að okkur hafi gengið vel með rekstur í aðskildum félögum teljum við mikla möguleika felast í sameiningu; með því að stilla upp heildstæðara lausnaframboði fyrir viðskiptavini, með markvissu markaðs- og sölustarfi, einfaldara skipulagi og auknu hagræði í rekstri,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.Nýtt merki Origo.OrigoHann segir að markmiðið sé að búa til alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. „Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir, hvort sem þær eru okkar eigin eða frá öflugum samstarfsaðilum. Við höfum metnað fyrir því að viðskiptavinir okkar upplifi ekki eingöngu aukna breidd í starfsemi okkar, heldur einnig meira frumkvæði, nýsköpun og snerpu í þjónustunni, sem er nauðsynleg til að bregðast við þörfum atvinnulífsins í dag,“ segir Finnur. Í tilkynningu frá Origo kemur enn fremur fram að markmiðið með sameiningunni sé að nýta styrkleika fyrirtækjanna þriggja til þess að skapa heildstætt framboð lausna í upplýsingatækni og efla þjónustu við viðskiptavini enn frekar. Þá mun lausnaframboð Origo ná til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar og -lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims. Samruni Nýherja, Applicon og TM Software tók formlega gildi 1. janúar 2018, segir í tilkynningu. Hjá Origo starfa 440 manns, langflestir í Reykjavík en einnig á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Ísafirði. Viðskipti Tengdar fréttir Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45 Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30 Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Nýherji og dótturfélögin Applicon og TM Software hafa sameinast undir nafninu Origo. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilkynnt var um samrunann í október síðastliðnum en þá kom fram að Nýherji myndi sameinast dótturfélögum sínum á nýju ári. „Þó að okkur hafi gengið vel með rekstur í aðskildum félögum teljum við mikla möguleika felast í sameiningu; með því að stilla upp heildstæðara lausnaframboði fyrir viðskiptavini, með markvissu markaðs- og sölustarfi, einfaldara skipulagi og auknu hagræði í rekstri,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.Nýtt merki Origo.OrigoHann segir að markmiðið sé að búa til alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. „Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir, hvort sem þær eru okkar eigin eða frá öflugum samstarfsaðilum. Við höfum metnað fyrir því að viðskiptavinir okkar upplifi ekki eingöngu aukna breidd í starfsemi okkar, heldur einnig meira frumkvæði, nýsköpun og snerpu í þjónustunni, sem er nauðsynleg til að bregðast við þörfum atvinnulífsins í dag,“ segir Finnur. Í tilkynningu frá Origo kemur enn fremur fram að markmiðið með sameiningunni sé að nýta styrkleika fyrirtækjanna þriggja til þess að skapa heildstætt framboð lausna í upplýsingatækni og efla þjónustu við viðskiptavini enn frekar. Þá mun lausnaframboð Origo ná til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar og -lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims. Samruni Nýherja, Applicon og TM Software tók formlega gildi 1. janúar 2018, segir í tilkynningu. Hjá Origo starfa 440 manns, langflestir í Reykjavík en einnig á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Ísafirði.
Viðskipti Tengdar fréttir Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45 Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30 Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45
Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30
Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50