„Geimhiti“ gæti teflt lengri geimferðum í tvísýnu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:00 Þýski geimfarinn Alexander Gerst með nema á enninu sem var notuð til að fylgjast með líkamshita geimfara Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. NASA Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans. Vísindi Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fleiri fréttir Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Sjá meira
Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans.
Vísindi Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fleiri fréttir Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Sjá meira