Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 16:30 Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu. Vísir/EPA Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Sjá meira
Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Oftar leitað að Littler en Karli Bretakonungi og Starmer á Google Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Sjá meira