Óttast að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 06:29 Stjórnarherinn lét sprengjum rigna á sjúkrahús í gær. Árásarnir voru þær verstu í Austur-Ghouta í áraraðir. Vísir/Epa Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik. Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að hið minnsta 77 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Austur-Ghouta gær í loftárásum Sýrlandshers. Sprengjum rigndi yfir fjögur sjúkrahús, til að mynda fæðingardeild þar sem óttast er að fjöldi ungabarna hafi dáið. Herinn beinir nú sjónum sínum að skotmörkum í Austur-Ghouta sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Talið er að Sýrlandsher undirbúi nú landhernað í héraðinu en alþjóðasamtök og stofnanir, til að mynda fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, óttast að ástandið á svæðinu sé að fara úr böndunum. Fréttaskýrendur tala jafnvel um að Austur-Ghouta sé hið nýja Aleppo sem hefur orðið illa úti í stanslausum átökum borgarastríðsins í Sýrlandi. Um 400 þúsund manns búa í Austur-Ghouta en héraðið hefur verið hersetið í um 5 ár. Sýrlandsher hefur ekki síst augastað á svæðinu vegna þess að það er talið síðasta vígi uppreisnarmanna nálægt höfuðborginni Damaskus.Sjá einnig: Ástandið aldrei verið eldfimaraStjórnarliðar hafa á síðustu vikum lagt allt kapp á að ráða niðurlögum uppreisnarmanna á svæðinu en talið er að hundruð óbreyttra borgara hafa fallið í valinn í Austur-Ghouta frá áramótum. Árásir síðustu daga hafa þó ekki aðeins beinst gegn hersveitum uppreisnarmanna. Sprengjuflugvélar Sýrlandshers hafa einnig látið til skara skríða gegn birgðastöðvum og öðrum byggingum sem gætu innihaldið matvæli í Austur-Ghouta. Þannig hafa bakarí, vöruskemmur og aðrar birgðageymslur verið sprengdar í loft upp síðan á sunnudag. Sprengjuregnið um helgina er það versta í Austur-Ghouta í áraraðir. Hjálparsamtök segja að vegir til og frá svæðinu hafi orðið illa úti í árásunum. Það muni torvelda flutning hjálpargagna til Austur-Ghouta og gera sjúkraflutningamönnum erfitt um vik.
Sýrland Tengdar fréttir Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30 Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37 Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vill að herinn hverfi frá Afrin Herlið Tyrklands í Afrin-héraði Sýrlands ætti að snúa heim og láta af aðgerðum gegn YPG, hersveitum sýrlenskra Kúrda 15. febrúar 2018 06:30
Æfur yfir stuðningi Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda Forseti Tyrklands virðist hóta Bandaríkjunum „Ottómana-kinnhesti“. 13. febrúar 2018 11:37
Ástandið aldrei verið eldfimara Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað. 13. febrúar 2018 08:15