Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 14:30 Freðmýrar eins og þessi í norðanverðu Alaska munu líklega losa verulegt magn kolefnis út í andrúmsloftið þegar á þessari öld. NASA/JPL-Caltech/Charles Miller Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira
Ef fram fer sem horfir verður þiðnandi sífreri nyrst á norðurskautinu stöðug uppspretta gróðurhúsalofttegunda á þessari öld. Aukin gróðurþekja af völdum hlýnunar ætti hins vegar að vega á móti losun frá freðmýrum sunnar á norðurskautinu langt fram á næstu öld. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA notuðu gögn um hitastig í jarðvegi í Alaska og Síberíu og tölfræðilíkön til að reikna út breytingar í losun kolefnis út í andrúmsloftið með þiðnun sífrerans þar. Greint er frá rannsókninni á vefsíðu Jet Propulsion Lab NASA. Niðurstöður þeirra komu nokkuð á óvart. Í ljós kom að meira kolefni kæmi til með að losna úr læðingi frá nyrsta og kaldari hluta norðurskautsins en þeim syðri þar sem sífrerinn er þegar farinn að láta undan hlýnandi loftslagi. Fram að þessu hefur verið talið að sífrerinn væri betur varinn í kuldanum nyrst á norðurskautinu.Jákvæð svörun sem magnar upp hlýnun Mikið magn kolefnis er bundið í sífreranum á norðurskautinu. Sífreri er jarðvegur sem hefur verið frosinn í áraraðir eða jafnvel fleiri aldir. Í honum eru frosnar plöntuleifar sem hafa ekki rotnað. Þegar sífrerinn þiðnar byrjar lífræna efnið að rotna og kolefnið í því losnar út í lofthjúpinn. Vísindamenn hafa lengi varað við svonefndri jákvæðri svörun við þeirri hnattrænu hlýnun sem menn valda nú með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Jákvæð svörun er þegar náttúruleg viðbrögð við hlýnuninni magna hana upp. Hop hafíssins og þiðnun freðmýra á norðurskautinu er á meðal þessara svarana við hlýnuninni sem auka enn á hana. Þegar hafísinn bráðnar vegna hlýnunar af völdum manna drekkur hafið í sig sólargeisla sem ísinn varpaði áður út í geiminn sem eykur enn hlýnunina. Sömu sögu er að segja af síferanum. Þegar hann þiðnar með hlýnandi loftslagi byrjar hann að sleppa kolefni sínu. Kolefnið stuðlar síðan að enn meiri hlýnun.Hlýnun af völdum hopandi hafíss er dæmi um jákvæða svörun sem magnar upp hnattræna hlýnun af völdum manna.NASA's Scientific Visualization Studio/Helen-Nicole KostisAukinn gróska seinkar áhrifunum Sífrerinn er þegar byrjaður að þiðna á sunnanverðu norðurskautinu. Niðurstaða vísindamannanna nú er hins vegar sú að hann verði ekki uppspretta nettó kolefnislosunar fyrr en undir lok 22. aldarinnar. Ástæðan er sú að búist er við því að hlýnunin valdi því að plöntur vaxi mun hraðar þar en áður hefur verið talið. Gróðurinn sem vex upp muni binda og jafna út kolefnislosunina næstu tvær aldirnar. Mun meira kolefni er hins vegar að finna á norðanverðu norðurskautinu. Í líkönum vísindamannana var losunin þaðan fimmfalt meiri en frá suðurhluta þess næstu aldirnar. Útreikningarnir benda til þess að aðalumsnúningurinn í losun frá sífreranum þar verði á næstu 40-60 árunum. Árið 2300 geti þessi losun verið orðin tífalt meiri en heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum árið 2016. Þannig gæti jákvæð svörun við hlýnun af völdum manna nú haldið áfram að valda loftslagsbreytingum á jörðinni í margar aldir jafnvel þó að mönnum takist á endanum að koma böndum á sína eigin losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna sagði loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu. 14. febrúar 2018 16:51