Trump vill kalla hermenn heim frá Sýrlandi en herinn vill það ekki Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2018 23:46 Bandarískir hermenn á ferð nærri Manbij í Sýrlandi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon. Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vilja kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vilji það ekki og hafi jafnvel verið að íhuga að fjölga hermönnum í landinu. Trump sagði markmið Bandaríkjanna hafa verið að ganga frá Íslamska ríkinu og því verkefni væri nærri því lokið. Hershöfðingjar segja hins vegar að mikil vinna muni felast í því að tryggja að ISIS skjóti ekki aftur upp kollinum. Um tvö þúsund bandarískir hermenn eru nú í Sýrlandi. Meðal annars eru þeir þar að þjálfa meðlimir SDF regnhlífarsamtakanna, sem að mestu inniheldur Kúrda, og sömuleiðis eru þar sérsveitarmenn sem aðstoða í baráttunni gegn ISIS. Þar að auki gera Bandaríkin reglulegar loftárásir í Sýrlandi. ISIS-liðar hafa tapað nærri því öllu sínu yfirráðasvæði en þó stjórna þeir enn svæði við borgina Abu Kamal, sem er staðsett í Efratdalnum nærri landamærum Írak, og vígamenn ISIS halda einnig til í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Óttast er að þaðan gætu þeir háð langvarandi skæruhernað. Sóknin gegn ISIS hefur þó beðið hnekki að undanförnu þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa þurft að bregðast við innrás Tyrkja í Afrin-hérað og hótunum þeirra um að ráðast frekar á yfirráðasvæði Kúrda.Sendi Sádum tóninn Vel kemur til greina að forsetinn sé að nota þessa hótun til að fá fjármuni frá Sádi-Arabíu en hann sagði mögulegt að Bandaríkin myndu ekki yfirgefa Sýrland, en þá þyrftu Sádar „kannski að borga“, en Trump kom nýverið í veg fyrir að 200 milljónum dala yrði varið í uppbyggingu í austurhluta Sýrlands. Hann sagðist ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar einnig að brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi myndi leiða til þess að Bandaríkin hefðu engin áhrif á framtíð Sýrlands. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og bandamenn hans, Rússar og Íranir, myndu ráða þar för.Það er þvert á orð forsetans um að standa í hárinu á Íran, sem myndi fagna brottför bandarískra hermanna frá Sýrlandi. Það myndi auka áhrif Írana á svæðinu verulega og gera þeim auðveldara fyrir að styðja við bakið á Hezbollah-samtökunum í Líbanon.
Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira