Áfram jafnrétti! Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir og Ragna Sigurðardóttir og Ellen Calmon skrifa 25. maí 2018 11:41 Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Sabine Leskopf Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar