Sólfari NASA skotið á loft um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:15 Parker-sólfarið er nefnt í höfuðið á Eugene Parker sem setti fyrstur fram kenningu um tilvist sólvinds á 6. áratug síðustu aldar. Vísir/AP Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann. Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira
Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann.
Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Sjá meira