Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2018 11:30 Formaður Matvís segist vonast til að menn fari ekki fram úr sér í veitingageiranum. Vísir/Getty Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18
Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45