Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 08:00 Houssin sat inni á Litla-Hrauni. Vísir/GVA Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. Brotaþolinn er ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákært sé fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga en ákvæðið tekur til líkamsárása sem hafa í för með sér stórfellt líkams- eða heilsutjón eða teljast sérstaklega hættulegar vegna þeirrar aðferðar sem beitt er. Brot gegn ákvæðinu geta varðað allt að 16 ára fangelsi. Árásin á Houssin var gerð í íþróttasal fangelsisins og er sögð bæði skipulögð og hrottafengin. Houssin var fluttur á spítala í kjölfarið, nokkuð marinn og með brotnar tennur. Skömmu eftir árásina var Houssin vísað úr landi og gafst lögreglu ekki tóm til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Lögreglufulltrúi sem fór með rannsókn árásarinnar fékk upplýsingar í fjölmiðlum um að hann væri farinn af landinu. Ekki liggur fyrir hvort Houssin kemur aftur til landsins til að gefa skýrslu fyrir dómi en meðal sönnunargagna eru myndir úr eftirlitsmyndavélum. Ákæran gegn mönnunum hefur ekki verið birt opinberlega og því ekki enn komið fram hvort hlutur beggja ákærðu í brotinu telst jafnmikill. Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Þá hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni. Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014 mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira