Fleiri tilfelli hjá Strætó en gefið var upp Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Jóhannes Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Fréttablaðið/Stefán Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Strætó hefur ráðið sumarafleysingafólk í gegnum starfsmannaþjónustuna Elju síðustu þrjú sumur en ekki einungis nýliðið sumar eins og segir í yfirlýsingu fyrirtækisins til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni er því hafnað að brotið sé á réttindum og kjörum starfsmanna Strætó eins og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, hefur haldið fram. Í minnisblaði Strætó dagsettu 26. febrúar 2016 segir að illa hafi gengið að ráða í sumarafleysingar. Ástæðurnar sem sagðar eru vera fyrir þeim erfiðleikum eru skortur á bílstjórum með meirapróf á Íslandi og neikvæð fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið. Vegna sívaxandi yfirvinnu starfsmanna og riðlunar sumarleyfa vegna manneklu hafi það ráð verið tekið að leita til starfsmannaþjónustunnar Elju um ráðningar til sumarafleysinga. Starfsmennirnir fóru á launaskrá hjá Strætó en Elja sá þeim fyrir húsnæði og var leiga fyrir það dregin af launum þeirra. „Jú, við höfum gert þetta frá 2016 en málið er fyrst og fremst að koma upp núna og við ákváðum að vera ekkert að fara aftur í tíma, enda stærðargráðan allt önnur nú en þá,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir að um hafi verið að ræða fjóra til fimm starfsmenn fyrstu sumrin en þörfin hafi verið mun meiri síðastliðið sumar. Aðspurður segir Jóhannes Strætó hafa tekið út það húsnæði sem starfsmennirnir fengu hjá Elju. Um hafi verið að ræða hefðbundið íbúðarhúsnæði. „Þetta eru ekki neinir kústaskápar eins og maður hefur heyrt talað um.“ Hann segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið rétt að draga kostnað þriðja aðila af launum viðkomandi og muni það ekki verða gert aftur. Þá eigi eftir að skoða vandlega hvort þessi leið verði yfirhöfuð farin aftur í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira