Þorsteinn bað Þórhildi Sunnu afsökunar á orðum sínum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 10:44 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar við upphaf þingfundar í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun. Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi. Vísir fjallaði um orðaskipti þingmannanna í gær en í umræðu um frumvarp um fæðingarstyrk til handa móður sem hefur gefið barn sitt til ættleiðingar velti Þorsteinn því upp hvort að Þórhildur Sunna hefði sjálf reynslu af þungunarrofi. Þórhildi þótti þessi framganga Þorsteins ekki þingmanni sæmandi og spurði á móti hvort að Þorsteinn legði það í vana sinn að spyrja aðra þingmenn út í þeirra heilsufarssögu.Ég ætla rétt að vona að þingkonur þurfi ekki almennt að eiga von á því að Miðflokksmenn spyrji þær út í sína “persónulegu reynslu” af þungunarrofi þegar við höldum áfram umræðum um lög um þungunarrof í vetur. Þá yrði held ég ákveðnum botni náð á þeim bænum. — Þórhildur Sunna (@sunnago) February 20, 2019„Í umræðum hér í gærkvöldi og í viðræðum við háttvirtan þingmann Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur notaði ég óviðurkvæmilegt orðalag sem ég vil af sama stóli biðja háttvirtan þingmann velvirðingar á. Það er eins og við vitum öll að okkur ber að umgangast hvert annað í þessum sal af kurteisi og virðingu. Upp á hvort tveggja skorti í mínu tilfelli í gærkvöldi og ég endurtek afsökunarbeiðni mína til háttvirts þingmanns,“ sagði Þorsteinn á Alþingi í morgun.
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Þungunarrof Tengdar fréttir Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Velti fyrir sér hvort Þórhildur Sunna hefði reynslu af þungunarrofi Þórhildur Sunna spurði Þorstein að því hvaða forsendur hann teldi sig hafa fyrir því að halda því fram að ákvörðun um að fara í þungunarrof sé öllum konum þungbær. 20. febrúar 2019 23:29