Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um WOW Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 11:30 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira