M/s Berglind Guðmundur Brynjólfsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Sjá meira
Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar