Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. maí 2019 18:57 Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia. Vísir Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir þeim valkosti að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess. Þetta sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Málið varðaði tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu vél ALC gat ekki verið trygging fyrir milljörðum tveimur heldur eingöngu fyrir um fjórum prósentum af fjárhæðinni, sem eru 87 milljónir króna. Þarf Isavia því að sækja þessa tvo milljarða í þrotabú WOW air samkvæmt þessari niðurstöðu. Sveinbjörn var spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir Isavia en hann svaraði því til að málið hefði verið afar umfangsmikið innan fyrirtækisins, en forsvarsmenn Isavia hafi hins vegar ávallt tekið upplýstar ákvarðanir í því. Hann sagði úrskurð héraðsdóms staðfesta að Isavia hafði heimild til að kyrrsetja vélina.Hefði gert það sama aftur Spurður hvort að það gæti talist eðlilegt að flugfélag fái að safna tveggja milljarða skuld við opinbert fyrirtæki svaraði Sveinbjörn því játandi. Allar ákvarðanatökur hafi verið upplýstar í þessu máli að hans mati. Sagði Sveinbjörn að hefði hann vitað að allt færi á versta veg með WOW air þá hefði hann samt ekki lagt annað til. „Ég held að ég geti fullyrt það fullum fetum.“ Hann sagði allar ákvarðanir hafa verið teknar út frá viðskiptalegum hagsmunum Isavia og voru miklir hagsmunir undir hjá Isavia að WOW air héldi rekstri áfram. Sagði Sveinbjörn að WOW air hefði ávallt verið við það að loka sínum málum. Síðastliðið haust var farið í skuldabréfaútboð, svo kom Icelandair að borði, síðan Indigo Partners og svo aftur Icelandair. Hefði Isavia farið í kyrrsetningu á þeim tímapunkti hefði það geta sett WOW air á hausinn. Sagði Sveinbjörn Isavia hafa því staðið frammi fyrir því að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess.Verður líklega áfrýjað Lögmenn ALC sögðu Isavia hafa brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp frá sumri 2018 en í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Þá hafi fundargerðir Isavia sýnt að Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Héraðsdómur hafnaði kröfu ALC um að fá Airbus- þotuna aftur og segir í dómnum að Isavia hafi verið heimilt að hamla för þotunnar. Aftur á móti geti Isavia ekki krafið ALC um að greiða allar skuldir WOW, heldur eingöngu þær sem eru tengdar þessari tilteknu vél. „Og sú krafa miðað við gögn frá Isavia sjálfum nemur 87 milljónum en ekki tveimur milljörðum. Það var greiðsla sem við vorum búin að bjóða fram,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC og bætir við að það þeirri upphæð hafi Isavia hafnað án rökstuðnings. Oddur bendir á að niðurstaðan sé sú að ALC þurfi aðeins að greiða því sem nemur fjórum prósentum af heildarkröfu Isavia á WOW air. „Þetta þýðir það að af tveimur milljörðum eiga þeir að mati þessa dóms að fá greiddar 87 milljónir,“ segir Oddur. Isavia verði nú að láta sér það duga að lýsa kröfu í þrotabú WOW air fyrir mismuninum. Oddur segir að málinu verði að öllum líkindum vísað til Landsréttar. ALC sætti sig ekki við þá niðurstöðu að kyrrsetning vélarinnar sé lögmæt. „Það veldur honum tjóni á hverjum einasta degi sem farþegaþotunni er haldið hér að ólögum og hann áskilur sér allan rétt til þess að sækja bætur vegna þess,“ segir Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri Isavia, segir að fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir þeim valkosti að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess. Þetta sagði Sveinbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann var spurður út í úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Isavia hafi verið heimilt að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. Málið varðaði tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia en Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu vél ALC gat ekki verið trygging fyrir milljörðum tveimur heldur eingöngu fyrir um fjórum prósentum af fjárhæðinni, sem eru 87 milljónir króna. Þarf Isavia því að sækja þessa tvo milljarða í þrotabú WOW air samkvæmt þessari niðurstöðu. Sveinbjörn var spurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir Isavia en hann svaraði því til að málið hefði verið afar umfangsmikið innan fyrirtækisins, en forsvarsmenn Isavia hafi hins vegar ávallt tekið upplýstar ákvarðanir í því. Hann sagði úrskurð héraðsdóms staðfesta að Isavia hafði heimild til að kyrrsetja vélina.Hefði gert það sama aftur Spurður hvort að það gæti talist eðlilegt að flugfélag fái að safna tveggja milljarða skuld við opinbert fyrirtæki svaraði Sveinbjörn því játandi. Allar ákvarðanatökur hafi verið upplýstar í þessu máli að hans mati. Sagði Sveinbjörn að hefði hann vitað að allt færi á versta veg með WOW air þá hefði hann samt ekki lagt annað til. „Ég held að ég geti fullyrt það fullum fetum.“ Hann sagði allar ákvarðanir hafa verið teknar út frá viðskiptalegum hagsmunum Isavia og voru miklir hagsmunir undir hjá Isavia að WOW air héldi rekstri áfram. Sagði Sveinbjörn að WOW air hefði ávallt verið við það að loka sínum málum. Síðastliðið haust var farið í skuldabréfaútboð, svo kom Icelandair að borði, síðan Indigo Partners og svo aftur Icelandair. Hefði Isavia farið í kyrrsetningu á þeim tímapunkti hefði það geta sett WOW air á hausinn. Sagði Sveinbjörn Isavia hafa því staðið frammi fyrir því að vera valdur að gjaldþroti WOW air eða hluti af lausn þess.Verður líklega áfrýjað Lögmenn ALC sögðu Isavia hafa brotið eigin reglur með því að leyfa skuldum WOW að safnast upp frá sumri 2018 en í reglum Isavia segi að félaginu sé óheimilt að innheimta ekki skuldir. Þá hafi fundargerðir Isavia sýnt að Isavia hafi verið meðvitaðir um mögulegt heimildarleysi til þess að kyrrsetja vélina. Héraðsdómur hafnaði kröfu ALC um að fá Airbus- þotuna aftur og segir í dómnum að Isavia hafi verið heimilt að hamla för þotunnar. Aftur á móti geti Isavia ekki krafið ALC um að greiða allar skuldir WOW, heldur eingöngu þær sem eru tengdar þessari tilteknu vél. „Og sú krafa miðað við gögn frá Isavia sjálfum nemur 87 milljónum en ekki tveimur milljörðum. Það var greiðsla sem við vorum búin að bjóða fram,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC og bætir við að það þeirri upphæð hafi Isavia hafnað án rökstuðnings. Oddur bendir á að niðurstaðan sé sú að ALC þurfi aðeins að greiða því sem nemur fjórum prósentum af heildarkröfu Isavia á WOW air. „Þetta þýðir það að af tveimur milljörðum eiga þeir að mati þessa dóms að fá greiddar 87 milljónir,“ segir Oddur. Isavia verði nú að láta sér það duga að lýsa kröfu í þrotabú WOW air fyrir mismuninum. Oddur segir að málinu verði að öllum líkindum vísað til Landsréttar. ALC sætti sig ekki við þá niðurstöðu að kyrrsetning vélarinnar sé lögmæt. „Það veldur honum tjóni á hverjum einasta degi sem farþegaþotunni er haldið hér að ólögum og hann áskilur sér allan rétt til þess að sækja bætur vegna þess,“ segir Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira