Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2019 07:15 Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation. NordicPhotos/Getty Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira