Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 17:28 Konan reif upp gjallarhorn og mótmælti. Mynd/Skjáskot Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira