Vona að snjalltæki farþega gagnist rannsókninni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2019 07:15 Frá vettvangi slyssins í gær. EPA/SAMUEL PETTERSSON Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT. Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Rannsóknarnefnd sænskra samgönguslysa mun meðal annars reiða sig á upplýsingar úr snjallsímum þeirra sem voru um borð í flugvélinni sem fórst við borgina Umeå í gær. Allir farþegarnir níu létu lífið en talið er að þeir hafi verið fallhlífastökkvarar. Peter Swaffer, sem fer fyrir rannsókninni, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að ekki sé búið að ákvarða orsök slyssins. Teknar verði skýrslur af vitnum og flakið rannsakað nánar, en Swaffer segist þó geta staðfest að báðir vængir vélarinnar séu fastir við skrokkinn. Í fyrstu var jafnvel talið að þeir kynnu að hafa losnað í háloftunum. „Við munum flytja flakið á rannsóknarsvæðið okkar og taka síðan eitt skref í einu. Fyrst við erum með nokkuð heillegt flak er ljóst að vélin hefur ekki dottið í sundur á flugi,“ segir Swaffer. Enginn „svartur kassi“ er í minni vélum eins og þeirri sem brotlenti í gær. Þrátt fyrir það vonast rannsóknarnefndin til að geta safnað tæknilegum upplýsingum um flug vélarinnar. Það sé stundum mögulegt með því að rannsaka snjallsíma og spaldtölvur farþega sem eigi til að safna saman upplýsingum um staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli, og nefnir Swaffer iPhone og iPad í því samhengi. „En þau segja okkur ekki hvernig flugmaðurinn brást við eða hvort afl hafi verið í mótornum,“ útskýrir Swaffer. Sænska ríkisútvarpið ræddi jafnframt við við hinn sextán ára Axel, sem býr í nágrenni við flugvöllinn í Umeå og tók slysið upp á myndband. Hann lýsir því hvernig hann hafi setið inni í stofu þegar hann heyrði hátt vélarhljóð. „Hún brotlenti með háum hvelli og svo varð allt hljótt. Hjartslátturinn varð mjög hraður, ég náði vart andanum og stóð bara og hugsaði: Hvað í fjandanum er að gerast, hvað í fjandanum er að gerast, hvað geri ég nú?“ segir Axel í samtali við SVT.
Svíþjóð Tengdar fréttir Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Níu látnir í flugslysi í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti á eyjunni Storsandskär í grennd við sænsku borgina Umeå skömmu eftir klukkan tvö að sænskum tíma í dag. 14. júlí 2019 14:54