Engin sátt í sjónmáli og leggur drög að kæru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:34 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja er ósáttur við svar Seðlabankans og hyggur á stefnu. Fréttablaðið/Anton brink Fimm milljóna króna krafa forstjóra Samherja fyrir kostnað og miska sem málarekstur Seðlabankans hefur haft í för með sér fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Samherja var hófleg. Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins en Samherji leggur þessa dagana drög að kæru á hendur Má Guðmundssyni, fráfarandi Seðlabankastjóra.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti í morgun svarbréf Seðlabankans við erindi sem Þorsteinn Már sendi honum 20. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn Már fór fram á fimm milljóna króna greiðslu vegna áralagrar rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á ætluðum brotum á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í svarbréfi Seðlabankans, sem Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Seðlabankans skrifar undir og Markaðurinn hefur undir höndum, segir að eftir ítarlega skoðun sé það mat Seðlabankans að ekki hafi verið brotið gegn réttindum Þorsteins og Samherja þannig að bótaskyldu að lögum varði. Því telji bankinn sér ekki fært að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins. „Ég gef nú orðið ósköp lítið fyrir álitsgerðir Steinars Þórs Guðgeirssonar, ég held að hans niðurstöður séu bara pantaðar og þar sé engöngu bara feitir reikningar sem hann sé á eftir […] ekki það að hann sé að sinna sem við getum kallað eðlileg lögmannsstörf,“ segir Þorsteinn Már í samtali við fréttastofu. Svarið hefði ekki komið honum á óvart. Þorsteinn Már gagnrýnir samskiptaleysi bankans. „Eftir að bankaráðsformaður Gylfi Magnússon lýsti yfir að bankanum bæri að bæta mönnum tjón sem orðið höfðu fyrir ólögmætum aðgerðum af hálfu bankans sem menn eru allir sammála um nema þá Már Guðmundsson og Steinar Þór. Þá hélt ég allavega að þeir myndu vilja eiga við mig eitt orð, en það er ekki,“ segir Þorsteinn Már. Aðspurður hvort málið hefði getað verið afgreitt í sæmilegri sátt með fimm milljóna króna greiðslu segir Þorsteinn Már svo vera. „Jájá, í raun að sjálfögðu, þetta var í raun svo hóflegt og eins og ég segi líka ég óskaði eftir viðræðum við bankann um þetta en við skulum segja það að svona venjulegra manna siður er að tala smaan en það hefur ekki verið vilji til þess.“Engin sátt í sjónmáli? „Nei, það er það ekki. Það er búið að reyna það í marga mánuði. Það getur vel verið að bankaráð grípi inn í því það er mjög skýrt álit bankaráðs að bankinn hafi ekki starfað samkvæmt lögum og þá á að sjálfsögðu bankaráð að grípa inn í, það er þeirra hlutverk.“ Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu. 14. ágúst 2019 06:00 Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Fimm milljóna króna krafa forstjóra Samherja fyrir kostnað og miska sem málarekstur Seðlabankans hefur haft í för með sér fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Samherja var hófleg. Þetta segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins en Samherji leggur þessa dagana drög að kæru á hendur Má Guðmundssyni, fráfarandi Seðlabankastjóra.Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti í morgun svarbréf Seðlabankans við erindi sem Þorsteinn Már sendi honum 20. febrúar síðastliðinn. Þorsteinn Már fór fram á fimm milljóna króna greiðslu vegna áralagrar rannsóknar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á ætluðum brotum á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Í svarbréfi Seðlabankans, sem Steinar Þór Guðgeirsson, lögmaður Seðlabankans skrifar undir og Markaðurinn hefur undir höndum, segir að eftir ítarlega skoðun sé það mat Seðlabankans að ekki hafi verið brotið gegn réttindum Þorsteins og Samherja þannig að bótaskyldu að lögum varði. Því telji bankinn sér ekki fært að verða við kröfu um greiðslu til Þorsteins. „Ég gef nú orðið ósköp lítið fyrir álitsgerðir Steinars Þórs Guðgeirssonar, ég held að hans niðurstöður séu bara pantaðar og þar sé engöngu bara feitir reikningar sem hann sé á eftir […] ekki það að hann sé að sinna sem við getum kallað eðlileg lögmannsstörf,“ segir Þorsteinn Már í samtali við fréttastofu. Svarið hefði ekki komið honum á óvart. Þorsteinn Már gagnrýnir samskiptaleysi bankans. „Eftir að bankaráðsformaður Gylfi Magnússon lýsti yfir að bankanum bæri að bæta mönnum tjón sem orðið höfðu fyrir ólögmætum aðgerðum af hálfu bankans sem menn eru allir sammála um nema þá Már Guðmundsson og Steinar Þór. Þá hélt ég allavega að þeir myndu vilja eiga við mig eitt orð, en það er ekki,“ segir Þorsteinn Már. Aðspurður hvort málið hefði getað verið afgreitt í sæmilegri sátt með fimm milljóna króna greiðslu segir Þorsteinn Már svo vera. „Jájá, í raun að sjálfögðu, þetta var í raun svo hóflegt og eins og ég segi líka ég óskaði eftir viðræðum við bankann um þetta en við skulum segja það að svona venjulegra manna siður er að tala smaan en það hefur ekki verið vilji til þess.“Engin sátt í sjónmáli? „Nei, það er það ekki. Það er búið að reyna það í marga mánuði. Það getur vel verið að bankaráð grípi inn í því það er mjög skýrt álit bankaráðs að bankinn hafi ekki starfað samkvæmt lögum og þá á að sjálfsögðu bankaráð að grípa inn í, það er þeirra hlutverk.“
Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu. 14. ágúst 2019 06:00 Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Bilun hjá Símanum Neytendur Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Neitar að greiða fimm milljónir til Þorsteins Seðlabankinn hefur hafnað kröfu forstjóra Samherja um að bjóða honum til viðræðna um bætur vegna þess kostnaðar sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir hann. Bauðst til að samþykkja fimm milljóna endurgreiðslu. 14. ágúst 2019 06:00
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við. 1. ágúst 2019 06:00
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00
Telur að svar Seðlabankans til Samherja hafi ekki verið í samræmi við lög Umboðsmaður Alþingis telur að svar Seðlabanka Íslands til Samherja, í tengslum við erindi fyrirtækisins um að bankinn myndi afturkalla ákvörðun sína um stjórnvaldssekt frá árinu 2016, hafi ekki verið í samræmi við lög. 25. janúar 2019 16:47