Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 16:52 Karl Bretaprins heimsótti tökustað í Wales í júní. Vísir/Getty Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Á vef Variety kemur fram að Bond verði skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch er sögð fara með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dans á rósum en Craig slasaðist við tökur á myndinni og þurfti að undirgangast aðgerð í maímánuði vegna ökklameiðsla sem hann hlaut. Þá slasaðist einn í sprengingu sem gerð var fyrir tökur og skemmdi hún einnig sviðið við Pinewood kvikmyndaverið fyrir utan London. Leikstjóri síðustu Bond-myndarinnar, Sam Mendes, neitaði að taka þátt myndinni og þurfti því að finna nýjan leikstjóra. Leikstjórinn Danny Boyle, sem ráðinn var í hans stað, hætti vegna handritsdeilna. Bandaríski leikstjórinn Cary Fukunaga tók þá við verkefninu en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.Daniel Craig returns as James Bond, 007 in… NO TIME TO DIE. Out in the UK on 3 April 2020 and 8 April 2020 in the US. #Bond25#NoTimeToDiepic.twitter.com/qxYEnMhk2s — James Bond (@007) August 20, 2019 Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Tengdar fréttir Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. Daniel Craig mun í sjötta sinn fara með hlutverk James Bond en í myndinni verður hann þó sestur í helgan stein. Á vef Variety kemur fram að Bond verði skyndilega kallaður í verkefni eftir að vinur hans hjá CIA, Felix Leiter, biður hann um aðstoð. Snýr verkefnið að því að bjarga vísindamanni sem var rænt og verður verkefnið mun hættulegra en þótti í fyrstu. Í kjölfarið kemst Bond á snoðir um glæpamenn sem vopnaðir eru hátæknibúnaði. Leikkonan Lashana Lynch er sögð fara með hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 007, þar sem Bond sjálfur er ekki starfandi útsendari og hefur fram að verkefninu notið lífsins á Jamaíka. Framleiðsla myndarinnar hefur ekki verið dans á rósum en Craig slasaðist við tökur á myndinni og þurfti að undirgangast aðgerð í maímánuði vegna ökklameiðsla sem hann hlaut. Þá slasaðist einn í sprengingu sem gerð var fyrir tökur og skemmdi hún einnig sviðið við Pinewood kvikmyndaverið fyrir utan London. Leikstjóri síðustu Bond-myndarinnar, Sam Mendes, neitaði að taka þátt myndinni og þurfti því að finna nýjan leikstjóra. Leikstjórinn Danny Boyle, sem ráðinn var í hans stað, hætti vegna handritsdeilna. Bandaríski leikstjórinn Cary Fukunaga tók þá við verkefninu en hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt True Detective þáttum og myndinni Beasts of No Nation.Daniel Craig returns as James Bond, 007 in… NO TIME TO DIE. Out in the UK on 3 April 2020 and 8 April 2020 in the US. #Bond25#NoTimeToDiepic.twitter.com/qxYEnMhk2s — James Bond (@007) August 20, 2019
Bíó og sjónvarp Hollywood James Bond Tengdar fréttir Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24 Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Daniel Craig slasaðist við tökur á næstu Bond-mynd Tökum frestað um óákveðinn tíma. 14. maí 2019 13:24
Leikstjórinn þvertekur fyrir að hafa tafið framleiðslu Bond 25 með tölvuleikjaspilun Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu Bond-myndarninnar, þvertekur fyrir að tölvuleikjaspilun hans við tökur á myndinni hafi tafið framleiðslu hennar 22. júní 2019 09:41
Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16
Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond. 25. apríl 2019 16:21