Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. september 2019 21:00 Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi morgun. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt en talsmaður Orkunnar okkar segir baráttunni gegn orkupakkanum ekki lokið. Ísland er eina landið sem á eftir að samþykkja þriðja orkupakkann af ríkjum EES og kemur það í ljós á morgun hvort þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Deilan um þriðja orkupakkann gengur í meginatriðum út á hvort Ísland afsali sér heimildum, valdi eða ákvörðunarrétti til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum um leið að framselja fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orkupakkinn samþykktur. Þá deila menn einnig um hvort leggja þurfi sæstreng til meginlandsins og selja raforku úr landi. Væri hann lagður þyrfti Ísland að selja raforku á sama verði til Íslendinga og annarra. Frosti Sigurjónsson, talsmaður Orkunnar okkar sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að samþykki þingið innleiðinguna munu samtökin leita til forseta Íslands. „Á morgun færum við þinginu þessa áskorun okkar og meira en 16 þúsund undirskriftir um að þingmenn bíði og leiti undanþágu Íslands frá þessu. Samþykki ekki þennan orkupakka. Ef þeir verða ekki við þeirri áskorun þá munum við skora á forsetann að staðfesta ekki orkupakkann,“ sagði Frosti. Samþykki Alþingi innleiðingu þriðja orkupakkans sé baráttunni þó hvergi lokið. „Fjórði pakkinn er á leiðinni. Sá fimmti hefur verið boðaður. Við verðum að segja; hvenær ætlum við að stoppa og það verður ekki auðveldara að stoppa þann fjórða ef við samþykkjum þann þriðja. Það getur vel verið að það takist ekki á morgun. Við hörmum það en við gefumst ekkert upp,“ sagði Frosti.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Verði þriðji orkupakkinn samþykktur á morgun er baráttunni þó ekki lokið Atkvæðagreiðsla fer fram um þriðja orkupakkann í þinginu á morgun 1. september 2019 12:10