Fjöldi, eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni leiddu til brottrekstursins Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2019 11:54 Kristín Eysteinsdóttir segir engan annan kost hafa verið í stöðunni en að segja Atla Rafni upp störfum. Vísir/Egill Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. Þetta sagði Kristín þegar hún bar vitni í skaðabótamáli hans gegn leikhúsinu í dag. Kristín sagði að fjöldi, eðli og umfang ásakana á hendur leikaranum hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að segja honum upp störfum Atli Rafn var á ársláni frá Þjóðleikhúsinu þegar hann var rekinn tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Þá höfðu komið fram ásakanir um kynferðislegt áreitni eða og kynferðislegt ofbeldi. Atli Rafn höfðaði mál gegn Kristínu og Leikfélagi Reykjavíkur og sakaði þau um ólögmæta uppsögn. Hann krefst alls þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur. Kristín kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni um að hún hefði fengið Atla Rafn til starfa í leikhúsinu þar sem hann væri góður leikari og óskað hefði verið eftir honum í þrjú verkefni á leikárinu 2017 til 2018. Í desembermánuði hafi henni hins vegar borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis. Þær hafi komið frá ólíkum aðilum og ótengdum. Fjórir einstaklingar sem störfuðu þá í leikhúsinu hafi meðal annars kvartað undan Atla Rafni. Kristín sagðist hafa fengið tilkynningarnar milliliðalaust til sín og rætt við einstaklingana þó að nokkrir hefðu fyrst leitað til trúnaðarmanns hluta starfsmanna. „Það leiddi til þess að við ákváðum að segja Atla Rafni upp störfum hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði hún.Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/egillLýstu ótta, vanlíðan og kvíða fyrir að mæta í vinnuna Í fyrstu sagðist Kristín ekki hafa verið að íhuga að segja Atla Rafni upp heldur boða hann í starfsmannasamtal. Fleiri ásakanir hafi þó borist og starfsmenn hafi lýst því ótta, vanlíðan og kvíða fyrir því að mæta í vinnuna. Þeir hafi einnig lýst hræðslu í vinnunni. Henni hafi sem stjórnanda borið að taka það alvarlega og tryggja öruggt vinnuumhverfi. Sumar tilkynningarnar hafi varðað atvik sem áttu sér stað í leikhúsinu en önnur utan þess. Kristín sagðist hafa átt í samráði við stjórnarformann leikhússins sem hafi rætt við aðra stjórnarmenn. Þá hafi hún leitað ráðgjafar vinnuréttarlögfræðings, mannauðsráðgjafa, sálfræðings og Stígamóta.Við reyndum að vanda okkur og vera eins fagleg og okkur var unnt. Ákvörðunin um að segja Atla Rafni upp hafi byggt á fjölda kvartananna, eðli þeirra og umfangi. Kristín benti á að hefði Atli Rafn starfað áfram fyrir leikhúsið og önnur kvörtun borist vegna framferðis hans hefði það verið á ábyrgð leikhússins. Spurð að því hvort að til greina hafi komið að upplýsa Atla Rafn nánar um ásakanirnar bar Kristín því vð að allir kvartendurnir hefðu óskað eftir trúnaði. Margir þeirra hafi óttast að vekja reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Því taldi Kristín að henni hafi verið óheimilt að greina frá ásökununum nánar. Trúnaður hafi verið forsenda þess að kvartendurnir greindu frá atvikunum. „Þarna eru fjórir þáverandi starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og lýsa því yfir að þeir upplifi mikla vanlíðan og kvíða,“ sagði Kristín þegar lögmaður Atla Rafns gekk á hana um brottreksturinn. Ekki hefði verið hægt að draga kvartenduna að borðinu „með töngum“. Hún hafi þurft að skoða fjölda atvikanna og alvarleika þeirra með heildarhagsmuni leikhússins í huga.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segir að sex frásagnir hafi borist á borð hennar um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í desember 2017. Fjórir hafi kvartað undan Atla Rafni.Vísir/VilhelmTöldu engan annan kost í stöðunni Kristín hélt því fram að reynt hefði verið að veita Atla Rafni eins miklar upplýsingar um ásakanirnar og að leikhúsinu hafi verið heimilt. Hann hafi verið boðaður á fund á laugardegi þegar enginn var í leikhúsinu til að gera það honum ekki erfiðara en nauðsynlegt var. Honum hafi verið tjáð að ásakanirnar vörðuðu kynferðislega áreitni og ofbeldi og hversu margar þær væru án þess að brotið væri gegn trúnaði við kvartendur. Tilkynningarnar hafi allar komið beint í gegnum leikhússtjórann eða trúnaðarmann. Taldi Kristín ennfremur að réttindi Atla Rafns hefðu verið virt. Honum hafi verið sagt upp eins og leikhúsinu hafi verið heimilt og hann hafi fengið þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan. Þá hafi stjórnendur leikhússins ekki tjáð sig um mál hans hvorki út á við né innan leikhússins. Brottreksturinn hafi valdið Borgarleikhúsinu umtalsverðum vandræðum þar sem fresta þurfti frumsýnginu leikritsins „Medeu“. Frá því að Kristín tók við sem leikhússtjóri árið 2014 hafi aldrei þurft að fresta frumsýningu á verki. Frestunin hafi haft í för með sér kostnað við að fá annað leikara auk þess sem tekjur af sýningunni hafi orðið minni en gert hafði verið ráð fyrir. „Við hefðum ekki gert það nema því það var enginn annar kostur í stöðunni,“ sagði Kristin um brottrekstur Atla Rafns. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Sjá meira
Fjórir þáverandi starfsmenn Borgarleikhússins greindu Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra, frá ásökunum um kynferðislega áreitni og ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar og lýstu vanlíðan á vinnustaðnum. Þetta sagði Kristín þegar hún bar vitni í skaðabótamáli hans gegn leikhúsinu í dag. Kristín sagði að fjöldi, eðli og umfang ásakana á hendur leikaranum hafi orðið til þess að ákveðið hafi verið að segja honum upp störfum Atli Rafn var á ársláni frá Þjóðleikhúsinu þegar hann var rekinn tveimur vikum fyrir stóra frumsýningu í Borgarleikhúsinu í desember árið 2017. Þá höfðu komið fram ásakanir um kynferðislegt áreitni eða og kynferðislegt ofbeldi. Atli Rafn höfðaði mál gegn Kristínu og Leikfélagi Reykjavíkur og sakaði þau um ólögmæta uppsögn. Hann krefst alls þrettán milljóna króna í skaða- og miskabætur. Kristín kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og bar vitni um að hún hefði fengið Atla Rafn til starfa í leikhúsinu þar sem hann væri góður leikari og óskað hefði verið eftir honum í þrjú verkefni á leikárinu 2017 til 2018. Í desembermánuði hafi henni hins vegar borist sjö tilkynningar um sex atvik kynferðislegrar áreitni og kynferðislegs ofbeldis. Þær hafi komið frá ólíkum aðilum og ótengdum. Fjórir einstaklingar sem störfuðu þá í leikhúsinu hafi meðal annars kvartað undan Atla Rafni. Kristín sagðist hafa fengið tilkynningarnar milliliðalaust til sín og rætt við einstaklingana þó að nokkrir hefðu fyrst leitað til trúnaðarmanns hluta starfsmanna. „Það leiddi til þess að við ákváðum að segja Atla Rafni upp störfum hjá Leikfélagi Reykjavíkur,“ sagði hún.Atli Rafn Sigurðarson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/egillLýstu ótta, vanlíðan og kvíða fyrir að mæta í vinnuna Í fyrstu sagðist Kristín ekki hafa verið að íhuga að segja Atla Rafni upp heldur boða hann í starfsmannasamtal. Fleiri ásakanir hafi þó borist og starfsmenn hafi lýst því ótta, vanlíðan og kvíða fyrir því að mæta í vinnuna. Þeir hafi einnig lýst hræðslu í vinnunni. Henni hafi sem stjórnanda borið að taka það alvarlega og tryggja öruggt vinnuumhverfi. Sumar tilkynningarnar hafi varðað atvik sem áttu sér stað í leikhúsinu en önnur utan þess. Kristín sagðist hafa átt í samráði við stjórnarformann leikhússins sem hafi rætt við aðra stjórnarmenn. Þá hafi hún leitað ráðgjafar vinnuréttarlögfræðings, mannauðsráðgjafa, sálfræðings og Stígamóta.Við reyndum að vanda okkur og vera eins fagleg og okkur var unnt. Ákvörðunin um að segja Atla Rafni upp hafi byggt á fjölda kvartananna, eðli þeirra og umfangi. Kristín benti á að hefði Atli Rafn starfað áfram fyrir leikhúsið og önnur kvörtun borist vegna framferðis hans hefði það verið á ábyrgð leikhússins. Spurð að því hvort að til greina hafi komið að upplýsa Atla Rafn nánar um ásakanirnar bar Kristín því vð að allir kvartendurnir hefðu óskað eftir trúnaði. Margir þeirra hafi óttast að vekja reiði í samfélaginu og um starfsframa sinn. Því taldi Kristín að henni hafi verið óheimilt að greina frá ásökununum nánar. Trúnaður hafi verið forsenda þess að kvartendurnir greindu frá atvikunum. „Þarna eru fjórir þáverandi starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og lýsa því yfir að þeir upplifi mikla vanlíðan og kvíða,“ sagði Kristín þegar lögmaður Atla Rafns gekk á hana um brottreksturinn. Ekki hefði verið hægt að draga kvartenduna að borðinu „með töngum“. Hún hafi þurft að skoða fjölda atvikanna og alvarleika þeirra með heildarhagsmuni leikhússins í huga.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri segir að sex frásagnir hafi borist á borð hennar um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi í desember 2017. Fjórir hafi kvartað undan Atla Rafni.Vísir/VilhelmTöldu engan annan kost í stöðunni Kristín hélt því fram að reynt hefði verið að veita Atla Rafni eins miklar upplýsingar um ásakanirnar og að leikhúsinu hafi verið heimilt. Hann hafi verið boðaður á fund á laugardegi þegar enginn var í leikhúsinu til að gera það honum ekki erfiðara en nauðsynlegt var. Honum hafi verið tjáð að ásakanirnar vörðuðu kynferðislega áreitni og ofbeldi og hversu margar þær væru án þess að brotið væri gegn trúnaði við kvartendur. Tilkynningarnar hafi allar komið beint í gegnum leikhússtjórann eða trúnaðarmann. Taldi Kristín ennfremur að réttindi Atla Rafns hefðu verið virt. Honum hafi verið sagt upp eins og leikhúsinu hafi verið heimilt og hann hafi fengið þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan. Þá hafi stjórnendur leikhússins ekki tjáð sig um mál hans hvorki út á við né innan leikhússins. Brottreksturinn hafi valdið Borgarleikhúsinu umtalsverðum vandræðum þar sem fresta þurfti frumsýnginu leikritsins „Medeu“. Frá því að Kristín tók við sem leikhússtjóri árið 2014 hafi aldrei þurft að fresta frumsýningu á verki. Frestunin hafi haft í för með sér kostnað við að fá annað leikara auk þess sem tekjur af sýningunni hafi orðið minni en gert hafði verið ráð fyrir. „Við hefðum ekki gert það nema því það var enginn annar kostur í stöðunni,“ sagði Kristin um brottrekstur Atla Rafns.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Leikhús MeToo Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Sjá meira