Arnór situr í stjórn rafíþróttadeildar KR Hjörvar Ólafsson skrifar 9. október 2019 16:00 Arnór Ingvi Traustason er hér að búa sig undir landsliðsæfingu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Besta ár Júlíusar til þessa: „Búin að vera smá geðshræring síðan í sumar“ Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Missti tönn en fann hana á vellinum „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Sjá meira