Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. október 2019 18:30 Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Í byrjun mars beindi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis því til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að hann teldi ástæðu til að óska eftir nánari upplýsingum frá Seðlabankanum um meinta upplýsingagjöf til fréttastofu RÚV í aðdraganda húsleitar gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í húsakynnum Samherja. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Katrín óskaði eftir upplýsingum um meintan upplýsingaleka og barst svar frá Seðlabankanum þann 12. apríl síðastliðinn. Þar kom fram að eftir yfirferð í tölvupósthólf Más Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra og hjá fyrrum aðstoðarbankastjóra hafi ekkert hafi fundist sem styður leka til RÚV. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliTölvupóstur staðfesti samskipti rúmum mánuði fyrir húsleitina Í ágúst barst svo annað svarbréf frá Seðlabankanum og hefur fréttastofa bréfið undir höndum. Þar segir frá frekari athugun innri endurskoðanda bankans á tölvupósti og vinnugögnum stjórnenda gjaldeyriseftirlitsins. Í bréfinu kemur fram að skoðunin hafi leitt í ljós pósta í pósthólfi fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits sem staðfesta samskipti hans við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina í mars 2012. Framkvæmdastjórinn sem á í hlut er Ingibjörg Guðbjartsdóttir sem var framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Ingibjörg fékk átta milljóna króna námsstyrk frá Seðlabankanum til að stunda framhaldsnám við Harvard-háskóla auk sextíu prósent launa í tólf mánuði á meðan hún var í náminu. Upplýst var um upphæð styrksins eftir að Seðlabankinn tapaði dómsmáli gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Þá kemur fram í bréfinu að áður hafi komið fram að gjaldeyriseftirlitið hafi verið í sambandi við fréttamann RÚV vegna upplýsinga sem fréttamaðurinn veitti því. Samskiptin virðist hafa tengst því og í engum póstanna séu trúnaðarupplýsingar sendar fréttamanninum. Í einum póstinum sem sendur var daginn fyrir húsleitina virðist sem fréttamaðurinn hafi haft upplýsingar um húsleitina. Ekkert svar við póstinum sé að finna í pósthólfi framkvæmdastjórans.Háttsemin kunni að fela í sér refsivert brot Í bréfi forsætisráðherra til Seðlabankans frá því núna í september, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, er vísað til þess að í minnisblaði innri endurskoðenda bankans komi fram að gögnin beri með sér að annar tiltekinn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi verið í samskiptum við starfsmann RÚV á þessum tíma. Ekki sé þó vitað hvernig RÚV hafi komist yfir upplýsingar um húsleitina. Þá segir í bréfi forsætisráðherra að háttsemi af þessu tagi kunni að fela í sér refsivert brot og því hafi forsætisráðuneytið ákveðið að upplýsa embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um málið. Sama dag sendi ráðherra lögreglustjóranum bréf, sem fréttastofa hefur einnig undir höndum, þar sem segir að forsætisráðuneytið hafi ekki úrræði til að upplýsa málið frekar. Þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot sé rétt að upplýsa lögreglustjóra um málið, óháð því hvort hugsanleg lögbrot kunni að vera fyrnd.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.fbl/antonSegir húsleitina hafa verið stórskipulagða árás Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að nú sé í fyrsta sinn komin formleg viðurkenning á samskiptum RÚV og Seðlabankans „Þetta er staðfesting á því sem við teljum okkar hafa vitað hjá Samherja. Það var alveg ljóst að þegar þessi húsleit fór fram þá var RÚV mætt þannig þeir hafa í raun alltaf verið þátttakendur í þessu,“ segir Þorsteinn Már. Þetta hafi verið þaulskipulögð árás, gerð til að valda sem mestu tjóni. „Og það að forsætisráðherra vísi þessu máli til lögreglu sýnir náttúrulega alvarleika málsins,“ segir Þorsteinn Már.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji kærir stjórnendur Seðlabankans til lögreglu Höfða einnig skaðabótamál. 30. apríl 2019 17:57 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira