Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar