Málþóf Miðflokksmanna og annað álag kostaði 40 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 12:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ásamt samflokksmönnum sínum Ólafi Ísleifssyni og Gunnari Braga Sveinssyni á Alþingi í vor. Vísir/vilhelm Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Lagt er til að 40 milljónir króna verði veittar til Alþingis vegna málþófs Miðflokksmanna í vor og annarra mála sem sinna þurfti á nefndasviði. Þetta kemur fram í fjáraukalögum 2019 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útbýtti á Alþingi um helgina. Milljónunum á að vera veitt vegna „mikillar viðveru starfsmanna Alþingis umfram almenna starfsskyldu“ , líkt og að er orðað í fjáraukalögum. Á vordögum hafi verið óvenju mikið annríki á Alþingi sem kallaði á mjög mikla viðveru starfsmanna skrifstofunnar umfram almenna vinnuskyldu. Álag sé alla jafna mikið á vordögum þingsins, og gert ráð fyrir því í áætlunum skrifstofunnar. Á yfirstandandi ári hafi það hins vegar verið óvenju mikið og varað vikum saman. „Ástæðurnar voru málþóf í þingsalnum og mörg, umfangsmikil og þung mál sem sinna þurfti á nefndasviði.“Sjá einnig: „Ákaflega æskilegt“ að Miðflokksmenn hugsi sinn gang Þannig hafi yfirvinna þeirra sem vinna í tengslum við þingsalinn verið tvöfalt meiri en vanalegt er og álíka mikið hjá nefndasviði. Ekki var nægur fjöldi starfsmanna til að sinna allri þessari vinnu án þess að kæmi til hvíldartímabrota, sem einnig skapaði aukinn kostnað. „Þessar aðstæður voru ófyrirsjáanlegar og Alþingi á engan varasjóð til að bregðast við óvæntum kostnaði upp á tugi milljóna,“ segir í fjáraukalögum. Eins og kunnugt er stóðu þingmenn Miðflokksins fyrir málþófi í vor um þriðja orkupakkann, sem var að endingu samþykktur á svokölluðum þingstubbi í byrjun september. Miðflokksmenn, sem allir voru miklir andstæðingar orkupakkans, höguðu málþófinu þannig að þeir fóru hver á fætur öðrum í ræðustól alþingis og svöruðu ræðum hvers annars – oft langt fram á nótt. Nýtt umræðumet á Alþingi var slegið með málþófinu en umræður stóðu samtals yfir í um 150 klukkustundir.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Sakar Miðflokksmenn um að misnota tilfinningar fólks Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var ómyrk í máli þegar hún gagnrýndi framgöngu Miðflokksmanna. 28. ágúst 2019 19:48