Aðstandendur geðveikra gleymast Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 21:00 Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Nýlega var stofnaður stuðningshópur fyrir aðstandendur hjá Geðhjálp eftir margra ára hlé. Sigríður Gísladóttir bauð sig fram í stjórn með það að markmiði að efla stuðning og fræðslu til barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Sjálf ólst hún upp hjá móður með geðsjúkdóm. „Ég fékk aldrei almennilega stuðning eða fræðslu þannig að ég var einhvern veginn ein í þessu. Ég bara studdi foreldri mitt, sá um það og skammaðist mín hrikalega fyrir það sem gerðist innan veggja heimilisins. Ég bara gerði það og kláraði það en það var alveg hræðilega erfitt,“ segir Sigríður. Í Kompás lýsir Margrét Lillý Einarsdóttir svipuðum aðstæðum. Að hún hafi verið ein í heiminum, vanrækt og beitt ofbeldi án þess að nokkur í nærumhverfinu á Seltjarnarnesi skipti sér af.Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/VilhelmÖll æskan fór í hræðslu og kvíða Sigríður segir aukna fræðslu fyrir börn minnka skömmina og auka líkur á að þau biðji um aðstoð og það sem er mikilvægara: Að á þau sé hlustað. Mikilvægt sé að fólk grípi inn í og sýni stuðning. Umræðan sé opin um geðsjúkdóma, en ekki um aðstandendur. „Við gleymumst bara. Starf okkar er ótrúlega erfitt, sárt og stórt verkefni. Við þurfum stuðning en við gleymumst og á sama tíma gleymum við sjálfum okkur og fórnum okkar eigin heilsu. Þá sé vitað að aðstandendur séu líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm. „Sum hver, sem börn, búum við mikla hræðslu og alltaf í kvíða. Öll æskan mín fór í kvíða og hræðslu og þá er taugakerfið ekki gott eftir æskuna.“ Sigríður hefur því lagt áherslu á það í starfi sínu hjá Geðhjálp að efla fræðslu til barna. Að búið verði til fræðsluefni sem börnin skilji. Ef börnin skilja geðsjúkdóminn, þetta „fullorðinsvandamál“ betur þá sé líklegra að þeim líði betur og viti hvert þau eigi að leita. Einnig hafi Geðhjálp farið af stað með stuðningshópa. „Þetta er góð byrjun. Ráðgjafatímar, stuðningshópar og fyrirlestrar. Ef við tölum meira um þetta og hvaða áhrif þetta hefur á okkur þá held ég að margt sé unnið.“ Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Heilbrigðismál Kompás Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira