Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 08:48 Vígamennirnir skutu þrjú ungbörn til bana. AP/Rahmat Gul Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020 Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020
Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31