Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 11:48 Lukka sést hér með hvítan hjálm í klettunum um helgina. Aðsend Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Sjá meira
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Sjá meira