Ósammála um hvort þriðja mark Víkings hefði átt að standa Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2020 09:00 Fyrrum liðsfélagarnir voru ekki sammála í gær. vísir/s2s Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson og Atli Viðar Björnsson, sem léku í áraraðir saman hjá FH, voru ekki sammála um hvort að þriðja mark Víkings hefði átt að standa í 4-1 sigrinum á FH á mánudagskvöldið. Davíð Þór og Atli Viðar gerðu upp þá fimm leiki sem búnir eru í 3. umferð Pepsi Max-deild karla í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þriðja mark Víkinga. „Mér finnst líkamstjáning dómarans vera þannig að ég skil afhverju FH-ingarnir eru ekki tilbúnir. Hann hleypur í átt að brotinu. Það er hægt að hafa tvær skoðanir á þessu; annað hvort finnst þér þetta ekki í lagi eða í lagi og mér finnst þetta ekki vera í lagi vegna líkamstjáningar dómarans,“ sagði Davíð Þór og hélt áfram. „Það er ekkert annað í þessu. Ég ætla ekki að fara setja út á þennan boltastrák þó að hann hafi farið þrjátíu sentímetra inn á. Mér finnst að Pétur hlaupi að boltanum eins og hann sé að fara aðhafast eitthvað.“ Klippa: Víkingur - FH 4-1 Markaskorarinn Atli Viðar segir að þó að dómarinn hlaupi að brotinu segi það ekki til um að hann ætli að stöðva leikinn. „Er það ekki bara eðlilegt að dómarinn hlaupi á staðinn og í áttina að staðnum? Mér finnst þetta mark eiga allan daginn að standa. Þetta er svona atvik þar sem maður er brjálaður að fá á sig markið en maður veit ekkert af hverju. Maður yrði bara brjálaður,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók aftur við boltanum. „Ég er að segja þér afhverju. Hann hleypur að brotinu og líkamstjáningin er þannig. Mín tilfinning er sú að þegar þú flautar aukaspyrnu og ætlar ekki að stoppa leikinn þá þarftu ekkert að hlaupa að boltanum. Ég held meira að segja að Pétur hafi sprettað en hann er ekki hraðari en þetta. Mér finnst þetta klárt dæmi að með þessu er hann að segja: Stoppiði þetta. Ég ætla að telja skrefin og nota spreytið og svona.“ „Hann gefur aldrei merki um að hann ætli að flauta. Boltinn er nokkurn veginn á þeim stað sem aukaspyrnan var á. Boltinn er kjurr. Mér fannst allt sem segir mér að þetta sé löglegt mark og eigi að standa. Mér finnst skammarlegt hvað Gunnar Nielsen er að brasa. Hann fer að laga sokkana, vertu í markinu vinur,“ sagði Atli Viðar. Umræðuna í heild sinni má heyra og sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Ósammála um þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira