Afglæpavæðing umræðunnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. júlí 2020 11:30 Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Fíkn Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir,Katrín Þrastardóttir Skoðun