Guaidó komst inn í þinghúsið ásamt hópi þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 16:30 Hermenn komu í veg fyrir að Guaidó kæmist inn í þinghúsið þegar atkvæði voru greidd um þingforseta á sunnudag. AP/Andrea Hernández Briceño Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum. Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Hópi um hundrað stjórnarandstöðuþingmanna undir forystu Juans Guaidó, annar þeirra tveggja sem gera tilkall til embættis þingforseta, brutu sér leið í gegnum röð þjóðvarðliða og inn í þinghús Venesúela í dag. Þingfundi undir stjórn fulltrúa ríkisstjórnar Nicolásar Maduro forseta var þá nýlokið. Guaidó var meinaður aðgangur að þinghúsinu á sunnudag þegar til stóð að greiða atkvæði um þingforseta. Stjórnarþingmenn sættu þá lags og kusu Luis Parra nýjan þingforseta í stað Guaidó. Stjórnarandstaðan hefur sakað Parra um „þinglegt valdarán“. Þingið er eina stofnun ríkisins sem Maduro hefur ekki haft stjórn á undanfarið. Í krafti embættis síns hefur Guaidó gert tilkall til þess að vera talinn réttmætur forseti Venesúela þar sem Maduro hafi verið endurkjörinn með ólögmætum hætti árið 2018. Mörg vestræn og rómönsk amerísk ríki hafa viðurkennt Guaidó sem forseta. Guaidó ætlaði að stýra þingfundi í dag þrátt fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu á sunnudag. Stuðningsmenn hans á þingi héldu atkvæðagreiðslu á skrifstofu stjórnarandstöðublaðs á sunnudag þar sem þeir sögðust hafa endurkjörið hann. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Guaidó og þingmennirnir hafi komist í gegnum nokkra öryggispunkta á leið sinni að þinghúsinu en röð þjóðvarðliða í óeirðarbúningum lokaði leið þeirra inn í það. Eftir um þrjátíu mínútna orðaskak þröngvuðu þingmennirnir sér fram hjá vörðunum. Þá var þingfundi undir stjórn Parra hins vegar lokið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Parra hefur sagst ætla að leggja áherslu á að stofna nýja kjörstjórn sem á að hafa umsjón með frjálsum kosningum.
Venesúela Tengdar fréttir Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Lokuðu þinginu og völdu eigin forseta Stjórnarþingmenn ríkisstjórnar Nicolás Maduro greiddu atkvæði um nýjan þingforseta á meðan stjórnarhermenn héldu leiðtoga stjórnarandstöðunnar utan dyra. 6. janúar 2020 11:55