Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2020 14:31 Frá Norðfjarðarhöfn í dag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum. Mynd/Smári Geirsson. Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag. Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. „Við bættum við skipi einfaldlega til að flýta fyrir og til að geta komist yfir stærra svæði í þeim veðurgluggum sem við höfum,“ sagði Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Vísi í dag. Sjá einnig hér: Segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Árni Friðriksson við bryggju í Neskaupstað í hádeginu en þangað kom hafrannsóknaskipið í morgun.Mynd/Smári Geirsson. Birkir er um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem kom til Norðfjarðar í morgun ásamt Hákoni EA. Þar er einnig grænlenska skipið Polar Amaroq GR en Bjarni Ólafsson AK er á Seyðisfirði og Ásgrímur Halldórsson á Hornafirði. „Við erum að vonast til að komast af stað í kvöld eða nótt,“ sagði Birkir en nýta þarf daginn til að kvarða bergmálsmæla í tveimur skipanna, Árna Friðrikssyni og Hákoni. Það er gert með því að setja málmkúlu undir skrokk þeirra svo þeir mæli allir eins. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir að leitin muni hefjast út af Hvalbaksgrunni undan suðausturlandi og þangað fari væntanlega þrjú skip. Samtímis verði líklega tvö skip send til leitar út af Langanesi en það sé ekki endanlega ákveðið og ráðist meðal annars af veðurspá. „Því miður er veðurútlit ekki sérstaklega gott en það er veðurgluggi næstu daga sem þarf að nýta vel,“ segir Birkir í viðtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, sem einnig fjallar um málið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá brottför Árna Friðrikssonar úr höfn í Reykjavík í fyrradag.
Fjarðabyggð Hornafjörður Seyðisfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00