Leiguverðið var ekki lengur í Paradís Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:03 Eigendur húsnæðisins sem hýsir Bíó Paradís vilja markaðsverð fyrir leiguna. Gamall leigusamningur var forsendan fyrir rekstri kvikmyndahússins að sögn framkvæmdastjóra Bíós Paradísar. Vísir/vilhelm „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. Greint var frá því í morgun að til standi að loka kvikmyndahúsinu þann 1. maí næstkomandi að óbreyttu, öllu starfsfólki hefur verið sagt upp og fær það þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hrönn segir ekki við rekstur kvikmyndahússins að sakast, hann gangi mjög vel. „Við höfum aldrei fengið fleiri gesti eða haldið fleiri viðburði. Starfið er í miklum blóma - en húsnæðið er að fara.“ Ekki bæti úr skák að húsnæðið að Hverfisgötu 54 er í niðurníðslu að sögn Hrannar. Það kalli á framkvæmdir sem sjálfseignarstofnun í menningargeiranum ráði ekki við eitt og sér. Hún segir eigendur hússins, aðstandendur félagsins Karls mikla ehf., hafa lengi sýnt því áhuga að innheimta „eðlilegt markaðsverð á leigunni,“ eins og Hrönn orðar það. Leigan hafi verið lág, undir markaðsverði, en þurfi að þrefaldast til fjórfaldast núna. „Við vorum nefnilega svo heppin að þegar þeir keyptu húsnæðið að þá vorum við með leigusamning sem gerði okkur kleift að leigja á viðráðanlegu verði. Satt best að segja þá væri Bíó Paradís ekki til í dag ef við hefðum ekki verið á þessari góðu, lágu leigu.“ Nú er sá leigusamningur hins vegar útrunninn og aðstandendum Bíós Paradísar hefur ekki tekist að semja um leiguverð sem þeir „ráða við“ að sögn Hrannar. Því sé fátt annað í kortunum á þessari stundu en að skella í lás. Henni og öðru starfsfólki á skrifstofunni verði sagt upp 1. apríl og munu þau verja maí- og júnímánuðum í að skila af sér húsnæðinu. Reynt verði að koma eignum kvikmyndahússins í verð - „og þá mun Bíó Paradís heyra sögunni til,“ segir Hrönn. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/vilhelm Aðspurð hvort horft hafi verið til annarrar staðsetningar fyrir kvikmyndahúsið segir Hrönn að þeir kostir sem litið hafi verið til myndu kosta Bíó Paradís álíka mikið og tilvonandi leiguverð á Hverfisgötu. „Við vonum - og erum ennþá að reyna - að ræða við ríki og borg um stöðuna. Við létum þau vita fyrir löngu að þessi staða kæmi upp ef að ekki kæmi til aukinn stuðningur eða einhver önnur úrræði. Við erum að að sjálfsögðu að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessu máli,“ segir Hrönn og bætir við að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera hafi aldrei verið meiri en fimmtungur af veltu kvikmyndahússins. Áttatíu prósent fjármagnsins hafi þau því aflað sjálf í gegnum reksturinn. Hún vonar að hið opinbera sjái gildið í því sem þau hjá Bíó Paradís hafa gert í gegnum tíðina; nefnir ókeypis bíósýningar fyrir skólabörn til að efla kvikmyndalæsi sem dæmi, auk ótal stærri og minni kvikmyndaviðburða. „Það er ekkert annað eins hús á landinu.“ Fjölmargir hafa grátið yfirvofandi brotthvarf bíósins á samfélagsmiðlum og segist Hrönn vera þakklát fyrir stuðninginn. „Mér finnst eins og að á þeim 10 árum sem við höfum verið starfandi þá höfum við snert hug og hjörtu margra. Við eigum marga góða fastagesti og höfum sýnt fólki að kvikmyndamenning getur þrifist í Reykjavík. Við getum átt listrænt og menningarlegt bíó þar sem allir eru boðnir velkomnir, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn. „Ég vona svo sannarlega að þetta endi vel. Við erum við öllu búin. Það hefði verið óábyrgt af mér að segja ekki upp starfsfólkinu mínu og loka húsinu því eins og málin standa núna þá er ekkert annað uppi á borðum.“ Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. Greint var frá því í morgun að til standi að loka kvikmyndahúsinu þann 1. maí næstkomandi að óbreyttu, öllu starfsfólki hefur verið sagt upp og fær það þriggja mánaða uppsagnarfrest. Hrönn segir ekki við rekstur kvikmyndahússins að sakast, hann gangi mjög vel. „Við höfum aldrei fengið fleiri gesti eða haldið fleiri viðburði. Starfið er í miklum blóma - en húsnæðið er að fara.“ Ekki bæti úr skák að húsnæðið að Hverfisgötu 54 er í niðurníðslu að sögn Hrannar. Það kalli á framkvæmdir sem sjálfseignarstofnun í menningargeiranum ráði ekki við eitt og sér. Hún segir eigendur hússins, aðstandendur félagsins Karls mikla ehf., hafa lengi sýnt því áhuga að innheimta „eðlilegt markaðsverð á leigunni,“ eins og Hrönn orðar það. Leigan hafi verið lág, undir markaðsverði, en þurfi að þrefaldast til fjórfaldast núna. „Við vorum nefnilega svo heppin að þegar þeir keyptu húsnæðið að þá vorum við með leigusamning sem gerði okkur kleift að leigja á viðráðanlegu verði. Satt best að segja þá væri Bíó Paradís ekki til í dag ef við hefðum ekki verið á þessari góðu, lágu leigu.“ Nú er sá leigusamningur hins vegar útrunninn og aðstandendum Bíós Paradísar hefur ekki tekist að semja um leiguverð sem þeir „ráða við“ að sögn Hrannar. Því sé fátt annað í kortunum á þessari stundu en að skella í lás. Henni og öðru starfsfólki á skrifstofunni verði sagt upp 1. apríl og munu þau verja maí- og júnímánuðum í að skila af sér húsnæðinu. Reynt verði að koma eignum kvikmyndahússins í verð - „og þá mun Bíó Paradís heyra sögunni til,“ segir Hrönn. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/vilhelm Aðspurð hvort horft hafi verið til annarrar staðsetningar fyrir kvikmyndahúsið segir Hrönn að þeir kostir sem litið hafi verið til myndu kosta Bíó Paradís álíka mikið og tilvonandi leiguverð á Hverfisgötu. „Við vonum - og erum ennþá að reyna - að ræða við ríki og borg um stöðuna. Við létum þau vita fyrir löngu að þessi staða kæmi upp ef að ekki kæmi til aukinn stuðningur eða einhver önnur úrræði. Við erum að að sjálfsögðu að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga þessu máli,“ segir Hrönn og bætir við að fjárhagslegur stuðningur hins opinbera hafi aldrei verið meiri en fimmtungur af veltu kvikmyndahússins. Áttatíu prósent fjármagnsins hafi þau því aflað sjálf í gegnum reksturinn. Hún vonar að hið opinbera sjái gildið í því sem þau hjá Bíó Paradís hafa gert í gegnum tíðina; nefnir ókeypis bíósýningar fyrir skólabörn til að efla kvikmyndalæsi sem dæmi, auk ótal stærri og minni kvikmyndaviðburða. „Það er ekkert annað eins hús á landinu.“ Fjölmargir hafa grátið yfirvofandi brotthvarf bíósins á samfélagsmiðlum og segist Hrönn vera þakklát fyrir stuðninginn. „Mér finnst eins og að á þeim 10 árum sem við höfum verið starfandi þá höfum við snert hug og hjörtu margra. Við eigum marga góða fastagesti og höfum sýnt fólki að kvikmyndamenning getur þrifist í Reykjavík. Við getum átt listrænt og menningarlegt bíó þar sem allir eru boðnir velkomnir, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Hrönn. „Ég vona svo sannarlega að þetta endi vel. Við erum við öllu búin. Það hefði verið óábyrgt af mér að segja ekki upp starfsfólkinu mínu og loka húsinu því eins og málin standa núna þá er ekkert annað uppi á borðum.“
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45