Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fleiri fréttir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Sjá meira
Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fleiri fréttir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56