Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:56 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,75 prósent. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að vísbendingar séu um að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur meiri en áður var talið en horfur fyrir þetta og næsta ár versni samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála. „Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði einungis 0,8% í ár en í nóvemberspá bankans var búist við 1,6% vexti. Lakari horfur má fyrst og fremst rekja til erfiðari stöðu útflutningsatvinnugreina og versnandi fjármögnunarskilyrða innlendra fyrirtækja. Verðbólga minnkaði hratt er leið á síðasta ár og var komin í verðbólgumarkmið á síðasta fjórðungi ársins. Hún hélt áfram að minnka í janúar og var 1,7% sem er minnsta verðbólga sem mælst hefur síðan haustið 2017. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og er nú við verðbólgumarkmið eins og flestir mælikvarðar á verðbólguvæntingar. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans verður verðbólga minni en spáð var í nóvember og verður undir markmiði á meginhluta spátímans,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg.vísir/vilhelm Taumhald peningastefnunnar aukist Peningastefnunefnd Seðlabankans segir að taumhald peningastefnunnar, eins og það er sé mælt með raunvöxtum bankans, hafi því heldur aukist frá síðasta fundi nefndarinnar. Hækkun vaxtaálags á lánsfjármögnun fyrirtækja hafi aukið taumhaldið enn frekar. „Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmið hefur gert peningastefnunni kleift að bregðast við versnandi efnahagshorfum. Verkefni hennar er að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma en jafnframt að beita því svigrúmi sem hún hefur til að styðja við eðlilega nýtingu framleiðsluþátta. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar,“ segir í tilkynningunni. Vextir verða sem hér segir: 1. Daglán 4,50%. 2. Lán gegn veði til 7 daga 3,50%. 3. Innlán bundin í 7 daga 2,75%. 4. Viðskiptareikningar 2,50%. 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt, 2,50%. 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda, 0,00%. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,75 prósent. Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að vísbendingar séu um að hagvöxtur í fyrra hafi verið heldur meiri en áður var talið en horfur fyrir þetta og næsta ár versni samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála. „Þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði einungis 0,8% í ár en í nóvemberspá bankans var búist við 1,6% vexti. Lakari horfur má fyrst og fremst rekja til erfiðari stöðu útflutningsatvinnugreina og versnandi fjármögnunarskilyrða innlendra fyrirtækja. Verðbólga minnkaði hratt er leið á síðasta ár og var komin í verðbólgumarkmið á síðasta fjórðungi ársins. Hún hélt áfram að minnka í janúar og var 1,7% sem er minnsta verðbólga sem mælst hefur síðan haustið 2017. Undirliggjandi verðbólga hefur einnig minnkað og er nú við verðbólgumarkmið eins og flestir mælikvarðar á verðbólguvæntingar. Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans verður verðbólga minni en spáð var í nóvember og verður undir markmiði á meginhluta spátímans,“ segir í tilkynningunni. Húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg.vísir/vilhelm Taumhald peningastefnunnar aukist Peningastefnunefnd Seðlabankans segir að taumhald peningastefnunnar, eins og það er sé mælt með raunvöxtum bankans, hafi því heldur aukist frá síðasta fundi nefndarinnar. Hækkun vaxtaálags á lánsfjármögnun fyrirtækja hafi aukið taumhaldið enn frekar. „Traustari kjölfesta verðbólguvæntinga við verðbólgumarkmið hefur gert peningastefnunni kleift að bregðast við versnandi efnahagshorfum. Verkefni hennar er að tryggja verðstöðugleika til meðallangs tíma en jafnframt að beita því svigrúmi sem hún hefur til að styðja við eðlilega nýtingu framleiðsluþátta. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar,“ segir í tilkynningunni. Vextir verða sem hér segir: 1. Daglán 4,50%. 2. Lán gegn veði til 7 daga 3,50%. 3. Innlán bundin í 7 daga 2,75%. 4. Viðskiptareikningar 2,50%. 5. Bindiskyldar innstæður, meðaltalsuppfyllt, 2,50%. 6. Bindiskyldar innstæður, föst bindiskylda, 0,00%.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Sjá meira