Sérsveit Maduro sögð skipuð dæmdum glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:45 Grímuklæddir liðsmenn FAES-sérsveitarinnar á ferð við höfuðborgina Carácas. Vísir/EPA Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið. Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið.
Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira