Menningarsögulegt stórtjón Valdimar Össurarson skrifar 28. febrúar 2020 09:00 Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða. Nauðsynlegt er að meira verði um þetta fjallað. Okkar kynslóð er skylt að varðveita minjar og koma menningarsögunni í hendur þeirri næstu. Þar erum við núna sofandi á verðinum. Stórtjón hefur í vetur orðið vegna sjávarrofs í hinum fornu verstöðvum landsins. Vegna óvenjulega mikils áhlaðanda og sjógangs, samfara stórstraumsflæði, hafa víða skolast á haf út ævafornar minjar í verstöðvum, sem flestar stóðu framarlega á sjávarbökkum. Með þeim hverfur mikilvægur hluti menningararfs þjóðarinnar, án þess að hafa nokkru sinni verið rannsakaður svo nokkru nemi. Ég mun hér greina lítillega frá skaðanum í Kollsvík, þar sem ég þekki vel til, en mér skilst á talsmanni Minjastofnunar á þessu sviði, að viðlíka tjón blasi við á þeim stöðum sem honum er kunnugt um. Stórskaði í Kollsvík Óveðrið í vetur olli óbætanlegum skaða á Láganúpsveri í Kollsvík, sem allt fram á síðustu öld var stærsta verstöð sunnanverðra Vestfjarða. Rof hófst fyrir fáum áratugum á þessari fornu verstöð, og opnaðist þá rofsár í mannvistarlög sem líklega eru meira en 600 ára gömul; hver grjóthleðslan yfir annarri; þykk fiskbeinalög; gólfskánir og forn eldstæði blöstu við í sárinu. Landeigendur hófu þá að beita sér fyrir því við Vegagerðina, sem hefur lagaskyldur í vörnum slíkra minja, að þarna yrði sett grjótvörn. Slík vörn hafði verið gerð við Brunnaverstöð á Hvallátrum með góðum árangri. Fjárveiting lá fyrir á síðasta ári, en fyrir mistök Vegagerðarinnar varð þá ekki af framkvæmdum. Nú í vetur varð þarna stórtjón, þannig að mikið af minjum sem sáust í fyrra eru horfnar. Sjór hefur flanað hærra en vanalega í stórstraumsflæðum og miklum sjávargangi og skolað skeljasandi undan bökkunum , þannig að jarðlögin hrynja og hverfa og jarðvegstorfan hrynur niður, eins og sjá má af myndinni. Frá Kollsvík. Myndin er tekin í byrjun janúar 2020. Hér sést hvernig sjór hefur rifið úr bökkunum í Kollsvík. Þetta er SV-til í víkinni, þar sem heita Grundabakkar í landi jarðarinnar Láganúps, og hér stóðu verbúðir á bakkabrúninni. Fyrir nokkrum árum náðu bakkarnir 3-4 metrum framar en þarna sést, og höfðu þá ekki breyst í manna minnum. Síðustu árin hefur verið þarna töluvert rof, en aldrei þó eins hratt og síðustu mánuðina. Í áhlaupunum í vetur gróf undan torfunum sem þarna sjást fallnar niður. Með þessu hverfur menningarsagan, án þess að hún hafi áður verið rannsökuð og án þess að minjarnar hafi verið teiknaðar og mældar. Í þeim verbúðum sem hér stóðu dvöldu ekki aðeins vermenn úr Kollsvík og nágrenni, heldur komu menn hingað til róðra úr allri Barðastrandasýslu; austan úr Gufudalssveit og sunnan úr Breiðafirði; innan af Rauðasandi, Patreksfirði og norðan úr Tálknafirði. Hingað komu menn til skreiðarkaupa austan úr Strandasýslu og víðar. Hingað leitaði fólk af Vestur- og Norðurlandi sem flosnað hafði upp af hallærum; alltaf var von um mat við sjávarsíðuna. Hér í Kollsvík dvaldist Guðmundur biskup góði með lið sitt, á flótta undan höfðingjaveldinu. Kollsvíkuver var í margar aldir stærsta verstöðin á sunnanverðum Vestfjörðum. Útgerð hefur líklega verið þaðan frá landnámstíð, enda stutt á miðin, en aukist verulega þegar skreið varð veruleg útflutningsvara á 14.öld. Sagnir eru fáar frá fyrstu tíð, en þykk jarðlög af hleðslum, fiskbeinum og öðrum minjum sýna umfangsmikla verstöð. Hún var farin að dala um 1700 en upphófst aftur fyrir 1900, og þá með saltfiskverkun. T.d. voru íbúar í Kollsvík jafnmargir og í hinum nýstofnaða Patrekshreppi árið 1910. Verstöðu lauk í Kollsvík fyrir seinni heimstyrjöld, enda voru þá komnar vélar í báta og útgerð fluttist í betri hafnaraðstöðu á Patreksfirði. Aðgerðir loksins framundan í Kollsvík Núna hillir loksins undir það að hafist verði handa við gerð sjóvarna við Grundabakka. Vegagerðin hefur samið við verktaka á Bíldudal um að hefja verkið um leið og unnt er vegna veðurs og frosts. Aka þarf stórgrýti yfir þvera Kollsvíkina um hálfónýtan veginn og yfir viðkvæm uppblásturssvæði. Því er ekki unnt að vinna verkið nema að frost sé í jörðu. Standa vonir til að það verði gert í byrjun mars. Hvers vegna þessar hamfarir núna? Þessi hraða eyðing minja við strendur landsins hófst í lok síðustu aldar. Ástæðan er ekki augljós, en vegna þess að ég hef haft tækifæri til að fylgjast með henni hef ég hugleitt hana nokkuð. Ég hef sett fram kenningu um einn þátt sem vafalaust er þarna orsakavaldur, þó e.t.v. séu þeir fleiri. Birti hana í fyrir stuttu í Náttúrfræðingnum; einnig á vefnum kollsvik.is (undir liðnum náttúrufar). Ígulkerinu skollakoppi hefur fjölgað mikið á strandsvæðum, og nánast eytt öllum þaraskógum sumsstaðar á grunnsævi. Skógarnir eiga mikinn þátt í að draga úr afli brimbárunnar og þegar þeirra nýtur ekki lengur við æðir hún lengra upp á land en áður. Um þetta eru fræðimenn mér sammála. Fleiri þættir spila eflaust inn í, en vafasamt er að tengja þetta hækkun sjávarborðs af völdum hlýnunar; hún hefur ekki enn orðið veruleg hérlendis. Hvernig vernda stjórnvöld menningarsögu þjóðarinnar? Ég hef í nokkurn tíma beitt mér fyrir því að stjórnvöld hugi að vernd og skráningu þess menningararfs þjóðarinnar sem liggur í verstöðvunum. En það er eins og að tala við grjótið; þetta er mál sem stjórnmálamenn vilja ekkert vita af; engir kjósendur leynast í þessum jarðlögum. Í þessum málum ríkir núna sama viðhorf og var þegar Árni Magnússon hóf að bjarga íslenskum handritum frá glötun. Flestum þótti þau þá best nýtt sem eldsmatur eða skæði í skó. Þannig glataðist mikið af þeim menningararfi; og nú vofir það sama yfir verstöðvunum. Meðan fjölmiðlar sinna þessu ekki er engin von til að stjórnmálamenn geri það. Fyrir mín tilmæli bar Lilja Rafney Magnúsdóttir upp fyrirspurnir til nokkurra ráðherra á Alþingi 2016-2017. Svör menntamálaráðherra voru þau að „búið væri að þróa aðferðafræði og gera drög að skráningu verminja en fjárveiting væri ekki til reiðu og engin verndaráætlun liggi fyrir“. Ráðuneytið viðurkenndi að starfsmaður sem ráðinn hafði verið að verkefninu hefði verið tekinn í önnur verkefni og því væri enginn að sinna skráningum. Svör samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra voru þau m.a. að við afgreiðslu fjárlaga (þá 2017) væru engar fjárveitingar til varnargarða í þessum tilgangi. Á síðasta ári skrifaði ég Mennta- og menningarmálaráðherra og allsherjar- og menningarmálanefnd Alþingis til að vekja athygli á þessum málum, auk þess að rita blaðagreinar. Fór á fund þingnefndarinnar en ekkert kom út úr því. Ráðuneytið svaraði í löngu bréfi án þess þó að segja neitt marktækt. Sagði að verið væri „að leita leiða innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að fjármagna skráningu fornleifa í landinu“. Sem sagt; stjórnvöld eru ekkert að gera og virðast ekkert ætla sér að gera. Á meðan halda óbætanlegar minjar um menningarsögu landsins áfram að hverfa í hafið. Ég skora á fjölmiðla og almenning að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Hér í lokin er mynd úr rofinu í Grundabökkum í Kollsvík. Hún var tekin í fyrra eða hittifyrra; þær mannvistarminjar sem þarna sjást eru nú horfnar. Höfundur er frá Kollsvík og er áhugamaður um minjavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Menning Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Vesturbyggð Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fréttamiðlar hafa allmikið fjallað um afleiðingar stórviðranna nú í vetur. Einn þáttur hefur þó þar orðið útundan, sem nauðsynlegt er að koma á framfæri enda um sameign þjóðarinnar að ræða. Nauðsynlegt er að meira verði um þetta fjallað. Okkar kynslóð er skylt að varðveita minjar og koma menningarsögunni í hendur þeirri næstu. Þar erum við núna sofandi á verðinum. Stórtjón hefur í vetur orðið vegna sjávarrofs í hinum fornu verstöðvum landsins. Vegna óvenjulega mikils áhlaðanda og sjógangs, samfara stórstraumsflæði, hafa víða skolast á haf út ævafornar minjar í verstöðvum, sem flestar stóðu framarlega á sjávarbökkum. Með þeim hverfur mikilvægur hluti menningararfs þjóðarinnar, án þess að hafa nokkru sinni verið rannsakaður svo nokkru nemi. Ég mun hér greina lítillega frá skaðanum í Kollsvík, þar sem ég þekki vel til, en mér skilst á talsmanni Minjastofnunar á þessu sviði, að viðlíka tjón blasi við á þeim stöðum sem honum er kunnugt um. Stórskaði í Kollsvík Óveðrið í vetur olli óbætanlegum skaða á Láganúpsveri í Kollsvík, sem allt fram á síðustu öld var stærsta verstöð sunnanverðra Vestfjarða. Rof hófst fyrir fáum áratugum á þessari fornu verstöð, og opnaðist þá rofsár í mannvistarlög sem líklega eru meira en 600 ára gömul; hver grjóthleðslan yfir annarri; þykk fiskbeinalög; gólfskánir og forn eldstæði blöstu við í sárinu. Landeigendur hófu þá að beita sér fyrir því við Vegagerðina, sem hefur lagaskyldur í vörnum slíkra minja, að þarna yrði sett grjótvörn. Slík vörn hafði verið gerð við Brunnaverstöð á Hvallátrum með góðum árangri. Fjárveiting lá fyrir á síðasta ári, en fyrir mistök Vegagerðarinnar varð þá ekki af framkvæmdum. Nú í vetur varð þarna stórtjón, þannig að mikið af minjum sem sáust í fyrra eru horfnar. Sjór hefur flanað hærra en vanalega í stórstraumsflæðum og miklum sjávargangi og skolað skeljasandi undan bökkunum , þannig að jarðlögin hrynja og hverfa og jarðvegstorfan hrynur niður, eins og sjá má af myndinni. Frá Kollsvík. Myndin er tekin í byrjun janúar 2020. Hér sést hvernig sjór hefur rifið úr bökkunum í Kollsvík. Þetta er SV-til í víkinni, þar sem heita Grundabakkar í landi jarðarinnar Láganúps, og hér stóðu verbúðir á bakkabrúninni. Fyrir nokkrum árum náðu bakkarnir 3-4 metrum framar en þarna sést, og höfðu þá ekki breyst í manna minnum. Síðustu árin hefur verið þarna töluvert rof, en aldrei þó eins hratt og síðustu mánuðina. Í áhlaupunum í vetur gróf undan torfunum sem þarna sjást fallnar niður. Með þessu hverfur menningarsagan, án þess að hún hafi áður verið rannsökuð og án þess að minjarnar hafi verið teiknaðar og mældar. Í þeim verbúðum sem hér stóðu dvöldu ekki aðeins vermenn úr Kollsvík og nágrenni, heldur komu menn hingað til róðra úr allri Barðastrandasýslu; austan úr Gufudalssveit og sunnan úr Breiðafirði; innan af Rauðasandi, Patreksfirði og norðan úr Tálknafirði. Hingað komu menn til skreiðarkaupa austan úr Strandasýslu og víðar. Hingað leitaði fólk af Vestur- og Norðurlandi sem flosnað hafði upp af hallærum; alltaf var von um mat við sjávarsíðuna. Hér í Kollsvík dvaldist Guðmundur biskup góði með lið sitt, á flótta undan höfðingjaveldinu. Kollsvíkuver var í margar aldir stærsta verstöðin á sunnanverðum Vestfjörðum. Útgerð hefur líklega verið þaðan frá landnámstíð, enda stutt á miðin, en aukist verulega þegar skreið varð veruleg útflutningsvara á 14.öld. Sagnir eru fáar frá fyrstu tíð, en þykk jarðlög af hleðslum, fiskbeinum og öðrum minjum sýna umfangsmikla verstöð. Hún var farin að dala um 1700 en upphófst aftur fyrir 1900, og þá með saltfiskverkun. T.d. voru íbúar í Kollsvík jafnmargir og í hinum nýstofnaða Patrekshreppi árið 1910. Verstöðu lauk í Kollsvík fyrir seinni heimstyrjöld, enda voru þá komnar vélar í báta og útgerð fluttist í betri hafnaraðstöðu á Patreksfirði. Aðgerðir loksins framundan í Kollsvík Núna hillir loksins undir það að hafist verði handa við gerð sjóvarna við Grundabakka. Vegagerðin hefur samið við verktaka á Bíldudal um að hefja verkið um leið og unnt er vegna veðurs og frosts. Aka þarf stórgrýti yfir þvera Kollsvíkina um hálfónýtan veginn og yfir viðkvæm uppblásturssvæði. Því er ekki unnt að vinna verkið nema að frost sé í jörðu. Standa vonir til að það verði gert í byrjun mars. Hvers vegna þessar hamfarir núna? Þessi hraða eyðing minja við strendur landsins hófst í lok síðustu aldar. Ástæðan er ekki augljós, en vegna þess að ég hef haft tækifæri til að fylgjast með henni hef ég hugleitt hana nokkuð. Ég hef sett fram kenningu um einn þátt sem vafalaust er þarna orsakavaldur, þó e.t.v. séu þeir fleiri. Birti hana í fyrir stuttu í Náttúrfræðingnum; einnig á vefnum kollsvik.is (undir liðnum náttúrufar). Ígulkerinu skollakoppi hefur fjölgað mikið á strandsvæðum, og nánast eytt öllum þaraskógum sumsstaðar á grunnsævi. Skógarnir eiga mikinn þátt í að draga úr afli brimbárunnar og þegar þeirra nýtur ekki lengur við æðir hún lengra upp á land en áður. Um þetta eru fræðimenn mér sammála. Fleiri þættir spila eflaust inn í, en vafasamt er að tengja þetta hækkun sjávarborðs af völdum hlýnunar; hún hefur ekki enn orðið veruleg hérlendis. Hvernig vernda stjórnvöld menningarsögu þjóðarinnar? Ég hef í nokkurn tíma beitt mér fyrir því að stjórnvöld hugi að vernd og skráningu þess menningararfs þjóðarinnar sem liggur í verstöðvunum. En það er eins og að tala við grjótið; þetta er mál sem stjórnmálamenn vilja ekkert vita af; engir kjósendur leynast í þessum jarðlögum. Í þessum málum ríkir núna sama viðhorf og var þegar Árni Magnússon hóf að bjarga íslenskum handritum frá glötun. Flestum þótti þau þá best nýtt sem eldsmatur eða skæði í skó. Þannig glataðist mikið af þeim menningararfi; og nú vofir það sama yfir verstöðvunum. Meðan fjölmiðlar sinna þessu ekki er engin von til að stjórnmálamenn geri það. Fyrir mín tilmæli bar Lilja Rafney Magnúsdóttir upp fyrirspurnir til nokkurra ráðherra á Alþingi 2016-2017. Svör menntamálaráðherra voru þau að „búið væri að þróa aðferðafræði og gera drög að skráningu verminja en fjárveiting væri ekki til reiðu og engin verndaráætlun liggi fyrir“. Ráðuneytið viðurkenndi að starfsmaður sem ráðinn hafði verið að verkefninu hefði verið tekinn í önnur verkefni og því væri enginn að sinna skráningum. Svör samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra voru þau m.a. að við afgreiðslu fjárlaga (þá 2017) væru engar fjárveitingar til varnargarða í þessum tilgangi. Á síðasta ári skrifaði ég Mennta- og menningarmálaráðherra og allsherjar- og menningarmálanefnd Alþingis til að vekja athygli á þessum málum, auk þess að rita blaðagreinar. Fór á fund þingnefndarinnar en ekkert kom út úr því. Ráðuneytið svaraði í löngu bréfi án þess þó að segja neitt marktækt. Sagði að verið væri „að leita leiða innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að fjármagna skráningu fornleifa í landinu“. Sem sagt; stjórnvöld eru ekkert að gera og virðast ekkert ætla sér að gera. Á meðan halda óbætanlegar minjar um menningarsögu landsins áfram að hverfa í hafið. Ég skora á fjölmiðla og almenning að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Hér í lokin er mynd úr rofinu í Grundabökkum í Kollsvík. Hún var tekin í fyrra eða hittifyrra; þær mannvistarminjar sem þarna sjást eru nú horfnar. Höfundur er frá Kollsvík og er áhugamaður um minjavernd.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar