Spáir sjálfkeyrandi vögnum á götunum innan fimm ára Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2020 09:40 Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að sjálfkeyrandi strætisvagnar séu klárlega framtíðin. Strætó Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó, spáir því að sjálfkeyrandi vagnar verði komnir á göturnar á höfuðborgarsvæðinu innan fimm ára. „Ég er bara mjög bjartsýnn maður,“ segir Jóhannes og bætir við að tæknin sé að taka á loft og að klárlega sé þetta framtíðin í almenningssamgöngum. Jóhannes ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Sagði hann sjálfkeyrandi vagna nú þegar vera komna á göturnar í Osló í Noregi og að þetta sé á næsta leiti í bæði Danmörku og Þýskalandi, sé litið til okkar helstu nágrannalanda. „Þetta er búið að vera í þróun nokkuð lengi. Ég held að meirihlutinn af þessum sjálfkeyrandi vögnum séu litlir vagnar. Taka tíu til fimmtán farþega og eru í sjálfu sér á flestum stöðum sem ég þekki til, enn með mann sem grípur inn í ef eitthvað gerist. Oft snýst þetta um að reglugerðarverkið er kannski ekki alveg í takt við framtíðina,“ segir Jóhannes. Hlusta má á viðtalinu í heild sinni að neðan. Mjög spennt Jóhannes segir að starfsmenn Strætó hafi heyrt af tilraunum með stóra vagna, líkt og þá sem við þekkjum á götunum hér heima. „Eins og flestir vita þá keyptum við kínverska rafmagnsvagna og við vitum að þeir hafa verið að prófa stóran [sjálfkeyrandi] vagn inni á sínu svæði. Þá held ég að það sé orðið miklu raunhæfari kostur að segja að þetta sé að koma í staðinn fyrir eitthvað. Við þurfum stærri vagna en sem getur tekið bara tíu til fimmtán. Við erum mjög spennt að prófa þetta og langar mjög mikið til að prófa þetta,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa reynt fyrir fáeinum árum að fá sjálfkeyrandi vagn hingað til lands til að prófa, en að það hafi ekki gengið eftir. Getty Geta þetta verið vagnar sem eru úti í umferðinni? Stoppa á rauðu og hleypa gangandi vegfarendum yfir og svo framvegis? „Þessir vagnar eru yfirleitt for-forritaðar leiðir og svo eru þeir með skynjara sem bregðast við ef einhver hleypur fyrir vagninn, eða stoppa fyrir framan vagninn. Ég veit ekki til þess ennþá – en ég þekki nú ekki alveg allt saman – að svona stór vagn hafi verið í almennri umferð. Litlu vagnarnir hafa einhvers staðar verið settir í almenna umferð. En þá á umferðarléttum götum og oft í kringum miðbæi, háskólahverfi og þess háttar.“ Tekur hann dæmi um að litlir, sjálfkeyrandi vagnar gætu hentað vel á styttri leiðum, til að mynda BSÍ-Háskólinn, Hlemmur-Lækjartorg og BSÍ-Lækjartorg. Hvernig sérðu þetta fyrir þér? Sérðu fyrir þér að þetta verði stórir vagnar frekar en margir litlir? „Þetta verður örugglega blanda líka. Þróunin hjá flestum sem eru að framleiða þetta eru litlir vagnar. Sumir hugsa þetta þannig til framtíðar að þeir geti tengt marga litla vagna saman, þannig að þetta verði þannig, eins og við sjáum í Húsdýragarðinum – „lest“ sem keyrir.“ Innviðir Borgarlínu henta vel Jóhannes segir að innviðir Borgarlínu henti mjög vel fyrir svona sjálfkeyrandi vagna. „Þá ertu með sér akrein að mestu fyrir svona vagna og það er auðvitað alltaf þægilegra og betra til að byrja með, meðan þessi tækni er að ná góðri fótfestu. Vandamálið er líka að fólk þarf að treysta þessu. Ég heyri það frá Noregi að þar snýst þetta rosalega mikið um hvort að fólk þori að treysta þessu. Að það sé enginn sem stýri þó að það sé maður um borð. Það sama er hins vegar um bílana okkar nú. Flestir nýir bílar hjá okkur í dag eru með einhverja sjálfkeyrandi fítusa. En þú ert þarna og passar þetta og þarft oft að grípa inn í.“ Strætó Tækni Reykjavík Samgöngur Borgarlína Bítið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó, spáir því að sjálfkeyrandi vagnar verði komnir á göturnar á höfuðborgarsvæðinu innan fimm ára. „Ég er bara mjög bjartsýnn maður,“ segir Jóhannes og bætir við að tæknin sé að taka á loft og að klárlega sé þetta framtíðin í almenningssamgöngum. Jóhannes ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Sagði hann sjálfkeyrandi vagna nú þegar vera komna á göturnar í Osló í Noregi og að þetta sé á næsta leiti í bæði Danmörku og Þýskalandi, sé litið til okkar helstu nágrannalanda. „Þetta er búið að vera í þróun nokkuð lengi. Ég held að meirihlutinn af þessum sjálfkeyrandi vögnum séu litlir vagnar. Taka tíu til fimmtán farþega og eru í sjálfu sér á flestum stöðum sem ég þekki til, enn með mann sem grípur inn í ef eitthvað gerist. Oft snýst þetta um að reglugerðarverkið er kannski ekki alveg í takt við framtíðina,“ segir Jóhannes. Hlusta má á viðtalinu í heild sinni að neðan. Mjög spennt Jóhannes segir að starfsmenn Strætó hafi heyrt af tilraunum með stóra vagna, líkt og þá sem við þekkjum á götunum hér heima. „Eins og flestir vita þá keyptum við kínverska rafmagnsvagna og við vitum að þeir hafa verið að prófa stóran [sjálfkeyrandi] vagn inni á sínu svæði. Þá held ég að það sé orðið miklu raunhæfari kostur að segja að þetta sé að koma í staðinn fyrir eitthvað. Við þurfum stærri vagna en sem getur tekið bara tíu til fimmtán. Við erum mjög spennt að prófa þetta og langar mjög mikið til að prófa þetta,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa reynt fyrir fáeinum árum að fá sjálfkeyrandi vagn hingað til lands til að prófa, en að það hafi ekki gengið eftir. Getty Geta þetta verið vagnar sem eru úti í umferðinni? Stoppa á rauðu og hleypa gangandi vegfarendum yfir og svo framvegis? „Þessir vagnar eru yfirleitt for-forritaðar leiðir og svo eru þeir með skynjara sem bregðast við ef einhver hleypur fyrir vagninn, eða stoppa fyrir framan vagninn. Ég veit ekki til þess ennþá – en ég þekki nú ekki alveg allt saman – að svona stór vagn hafi verið í almennri umferð. Litlu vagnarnir hafa einhvers staðar verið settir í almenna umferð. En þá á umferðarléttum götum og oft í kringum miðbæi, háskólahverfi og þess háttar.“ Tekur hann dæmi um að litlir, sjálfkeyrandi vagnar gætu hentað vel á styttri leiðum, til að mynda BSÍ-Háskólinn, Hlemmur-Lækjartorg og BSÍ-Lækjartorg. Hvernig sérðu þetta fyrir þér? Sérðu fyrir þér að þetta verði stórir vagnar frekar en margir litlir? „Þetta verður örugglega blanda líka. Þróunin hjá flestum sem eru að framleiða þetta eru litlir vagnar. Sumir hugsa þetta þannig til framtíðar að þeir geti tengt marga litla vagna saman, þannig að þetta verði þannig, eins og við sjáum í Húsdýragarðinum – „lest“ sem keyrir.“ Innviðir Borgarlínu henta vel Jóhannes segir að innviðir Borgarlínu henti mjög vel fyrir svona sjálfkeyrandi vagna. „Þá ertu með sér akrein að mestu fyrir svona vagna og það er auðvitað alltaf þægilegra og betra til að byrja með, meðan þessi tækni er að ná góðri fótfestu. Vandamálið er líka að fólk þarf að treysta þessu. Ég heyri það frá Noregi að þar snýst þetta rosalega mikið um hvort að fólk þori að treysta þessu. Að það sé enginn sem stýri þó að það sé maður um borð. Það sama er hins vegar um bílana okkar nú. Flestir nýir bílar hjá okkur í dag eru með einhverja sjálfkeyrandi fítusa. En þú ert þarna og passar þetta og þarft oft að grípa inn í.“
Strætó Tækni Reykjavík Samgöngur Borgarlína Bítið Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira