Íslenskt tilraunaverkefni í Kamerún um umhverfisvænan áburð Heimsljós 10. september 2020 09:42 Gunnisal Tilraunaverkefni er að hefjast í Kamerún á vegum íslenska fyrirtækisins Atmonia og innlends samstarfsaðila um framleiðslu á nituráburði með umhverfisvænum hætti. Fyrirtækið fékk á dögunum tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að kanna sjálfbæra framleiðslu á nituráburði en það hefur verið að þróa tækni sem býr til slíkan áburð úr vatni, lofti og rafmagni. Núverandi framleiðslutækni nýtir jarðgas eða kol til framleiðslunnar í stórum verksmiðjum á fáum stöðum í heiminum. „Sú tækni sem við erum að þróa felur í sér þann möguleika að hvert svæði eða land geti framleitt áburð á staðnum úr staðbundnum hráefnum og þar með bundið enda á dýran innflutning áburðar úr óumhverfisvænni framleiðslu,“ segir Hákon Örn Birgisson hjá Atmonia. Mörg Afríkuríki hafa að hans sögn ekki aðgang að nituráburði af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna innflutningshafta, fátæktar eða erfiðra flutningsleiða frá höfnum til sveita. „Með því að bera nituráburð á ræktunarland sem ekki hefur áður fengið slíkan áburð er hægt að auka uppskeruna um allt að 50 prósent. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem það hefði fyrir bændur og landbúnað í fátækjum ríkjum Afríku að hafa aðgang að nituráburði á viðráðanlegu verði,“ segir Hákon Örn. Guðbjörg Rist forstjóri Atmonia tekur við nýsköpunarverðlaunum Iðnaðarþróunarstofnunar Sameinuðuþjóðanna (UNIDO) árið 2019, fyrir landbúnaðartækni sem nýtist fátækari ríkjum heimsins. Með á myndinni eru Claudia Laricchia hjá Future Food Institute, Andrea Carapellese og Diana Battaggia bæði hjá UNIDO. Hann segir tækni Atmonia gera áburðarframleiðslu mögulega nær hvar sem er, jafnvel á afskekktustu stöðum. Tilraunaverkefnið hefur þann tilgang að staðfesta notkunarmöguleika þeirrar tækni sem Atmonia er að þróa til að bæta hag bænda á svæðinu. „Kamerún er 26 milljón manna þjóð sem notar um 30 sinnum minni nituráburð á höfðatölu en Evrópuþjóðir, þrátt fyrir að 56 prósent vinnuafls Kamerún séu bændur en einungis 7 prósent í Frakklandi, svo dæmi sé tekið til samanburðar. „Ef tilraunaverkefnið sýnir greinilega gagnsemi tækni Atmonia í afrísku umhverfi komum við til með að sækjast eftir samstarfsaðilum til að koma slíkum tækjum til lykilsvæða í Afríku á næstu árum og draga þar með úr matarskorti á viðkomandi svæðum,“ segir Hákon Örn. Atmonia hefur meðal annars fengið stuðning frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Háskóla Íslands og Tækniþróunarsjóði við þróun á tækninni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kamerún Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent
Tilraunaverkefni er að hefjast í Kamerún á vegum íslenska fyrirtækisins Atmonia og innlends samstarfsaðila um framleiðslu á nituráburði með umhverfisvænum hætti. Fyrirtækið fékk á dögunum tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að kanna sjálfbæra framleiðslu á nituráburði en það hefur verið að þróa tækni sem býr til slíkan áburð úr vatni, lofti og rafmagni. Núverandi framleiðslutækni nýtir jarðgas eða kol til framleiðslunnar í stórum verksmiðjum á fáum stöðum í heiminum. „Sú tækni sem við erum að þróa felur í sér þann möguleika að hvert svæði eða land geti framleitt áburð á staðnum úr staðbundnum hráefnum og þar með bundið enda á dýran innflutning áburðar úr óumhverfisvænni framleiðslu,“ segir Hákon Örn Birgisson hjá Atmonia. Mörg Afríkuríki hafa að hans sögn ekki aðgang að nituráburði af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna innflutningshafta, fátæktar eða erfiðra flutningsleiða frá höfnum til sveita. „Með því að bera nituráburð á ræktunarland sem ekki hefur áður fengið slíkan áburð er hægt að auka uppskeruna um allt að 50 prósent. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem það hefði fyrir bændur og landbúnað í fátækjum ríkjum Afríku að hafa aðgang að nituráburði á viðráðanlegu verði,“ segir Hákon Örn. Guðbjörg Rist forstjóri Atmonia tekur við nýsköpunarverðlaunum Iðnaðarþróunarstofnunar Sameinuðuþjóðanna (UNIDO) árið 2019, fyrir landbúnaðartækni sem nýtist fátækari ríkjum heimsins. Með á myndinni eru Claudia Laricchia hjá Future Food Institute, Andrea Carapellese og Diana Battaggia bæði hjá UNIDO. Hann segir tækni Atmonia gera áburðarframleiðslu mögulega nær hvar sem er, jafnvel á afskekktustu stöðum. Tilraunaverkefnið hefur þann tilgang að staðfesta notkunarmöguleika þeirrar tækni sem Atmonia er að þróa til að bæta hag bænda á svæðinu. „Kamerún er 26 milljón manna þjóð sem notar um 30 sinnum minni nituráburð á höfðatölu en Evrópuþjóðir, þrátt fyrir að 56 prósent vinnuafls Kamerún séu bændur en einungis 7 prósent í Frakklandi, svo dæmi sé tekið til samanburðar. „Ef tilraunaverkefnið sýnir greinilega gagnsemi tækni Atmonia í afrísku umhverfi komum við til með að sækjast eftir samstarfsaðilum til að koma slíkum tækjum til lykilsvæða í Afríku á næstu árum og draga þar með úr matarskorti á viðkomandi svæðum,“ segir Hákon Örn. Atmonia hefur meðal annars fengið stuðning frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Háskóla Íslands og Tækniþróunarsjóði við þróun á tækninni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kamerún Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent