Enginn banki sér hag í að opna útibú í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2020 14:41 Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð bankanna. Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Enginn viðskiptabankanna sér sér hag í að opna útibú í Hveragerði, en ekki er rekið neitt bankaútibú í bænum eftir að Arion banki lokaði sínu síðasta vor. Frá þessu segir í fundargerð bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, en RÚV sagði fyrst frá málinu. Bæjarstjórn leitaði eftir upplýsingum um hvaða þjónustu Arion, Íslandsbanki og Landsbanki væru tilbúin til að veita íbúum í Hveragerði. Sömuleiðis var óskað tilboða í helstu viðskipti Hveragerðisbæjar. „Það eru bæjarstjórn mikil vonbrigði að enginn af þessum bönkum skuli sjá hag sinn í því að opna útibú hér í Hveragerði, í bæjarfélagi sem telur um 2.750 íbúa auk mikils fjölda innlendra jafnt sem erlendra ferðamanna sem hér dvelja til lengri eða skemmri tíma,“ segir í fundargerðinni. Sérkennilegt að hafa útibú hlið við hlið á Selfossi Bæjarstjórn telur það sérkennilegt að sjá að allir bankarnir telji „nauðsynlegt að hafa útibú, svo til hlið við hlið, á Selfossi“. Á sama tíma sé íbúum Hveragerðisbæjar sagt að engin nauðsyn sé á útibúi þar enda hægt að sinna öllum viðskiptum við banka rafrænt. Áfram í viðskiptum við Arion banka Bæjarstjórn segir þá staðreynd ætti gera það mögulegt að útibúum bankanna væri dreift jafnar í þéttbýliskjarna svæðisins en nú sé gert. Arion banki lokaði útibúi sínu í þessu húsi í maí.Vísir/Atli „Hinn stafræni heimur virkar ekki bara á einn veg hann getur hæglega virkað til dreifingar þjónustu vítt og breitt um landsbyggðina standi raunverulegur hugur til þess. Í ljósi þeirra tilboða sem hér eru lögð fram mun bæjarstjórn semja um áframhaldandi bankaviðskipti við Arion banka sem býður hagstæðustu viðskiptakjörin fyrir Hveragerðisbæ og jafnframt örlitla þjónustu við íbúa bæjarins i formi innlagnarhraðbanka sem aðgengilegur verður allan sólarhringinn, viðveru og þjónustu vikulega við umræddan hraðbanka auk kennslu og aðstoð við íbúa á Dvalarheimilinu Ási í notkun á stafrænni þjónustu,“ segir í fundargerðinni.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka. Það dugði þó ekki til þess að halda lífi í útibúi bankans í bænum. 29. maí 2020 07:00