Rændi bensínstöð og komst undan á rafskútu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. október 2020 06:48 Lögregla hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nokkuð var um að lögreglan hefði afskipti af þjófnaðarmálum í gærkvöldi. Einn var handtekinn eftir að hafa stolið vörum og ráðist á starfsmann á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hann komst undan á rafskútu en lögreglan hafði hendur í hári hans síðar þar sem hann reyndi að yfirgefa verslun á Fikislóð með fulla körfu af vörum. Hann var stöðvaður af starfsfólki, en réðist á það við afskiptin. Í millitíðinni hafði hann lent í útistöðum við leigubílstjóra úti á Granda eftir að hann neitaði að borga reikninginn. Hann mun hafa hótað bílstjóranum en var flúinn þegar lögreglu bar að garði. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur fyrir ýmis brot, og fékk að gista í fangageymslu lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun, einnig í miðborginni. Einn maður var handtekinn vegna málsins og færður í fangageymslu. Fjöldi annarra smærri mála kom til kasta lögreglu og þá voru afskipti höfð af ölvuðu pari í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Svo virðist sem parið hafi verið að brugga í húsinu og var það grunað vegna þess, auk þess sem maðurinn var handtekinn grunaður um líkamsárás og konan fyrir að tálma störf lögreglu og fara ekki að fyrirmælum. Bæði voru færð í fangageymslu og verður mál þeirra rannsakað í framhaldinu. Lögreglumál Rafskútur Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Nokkuð var um að lögreglan hefði afskipti af þjófnaðarmálum í gærkvöldi. Einn var handtekinn eftir að hafa stolið vörum og ráðist á starfsmann á bensínstöð í miðbæ Reykjavíkur. Hann komst undan á rafskútu en lögreglan hafði hendur í hári hans síðar þar sem hann reyndi að yfirgefa verslun á Fikislóð með fulla körfu af vörum. Hann var stöðvaður af starfsfólki, en réðist á það við afskiptin. Í millitíðinni hafði hann lent í útistöðum við leigubílstjóra úti á Granda eftir að hann neitaði að borga reikninginn. Hann mun hafa hótað bílstjóranum en var flúinn þegar lögreglu bar að garði. Að sögn lögreglu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur fyrir ýmis brot, og fékk að gista í fangageymslu lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun, einnig í miðborginni. Einn maður var handtekinn vegna málsins og færður í fangageymslu. Fjöldi annarra smærri mála kom til kasta lögreglu og þá voru afskipti höfð af ölvuðu pari í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Svo virðist sem parið hafi verið að brugga í húsinu og var það grunað vegna þess, auk þess sem maðurinn var handtekinn grunaður um líkamsárás og konan fyrir að tálma störf lögreglu og fara ekki að fyrirmælum. Bæði voru færð í fangageymslu og verður mál þeirra rannsakað í framhaldinu.
Lögreglumál Rafskútur Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira