Oft ekki sammála sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2020 07:31 Halldór Armand er fluttur heim um stundarsakir. Frá Berlín þar sem hann hefur búið að undanförnu, hvar hann étur kebab í lestinni og dansar svartklæddur á klúbbum. visir/vilhelm Halldór Armand rithöfundur er einn þeirra Íslendinga sem flúði Covid-ið heim, svona til öryggis en undanfarin ár hefur hann verið búsettur í Berlín. Hann veit ekki hvenær hann fer út aftur, veiran ræður því að einhverju leyti. Af hverju Berlín? „Alls konar ástæður. Afi minn fór til Berlínar 1946 sem blaðamaður og það var fyrsta utanlandsferðin hans. Þú getur ímyndað þér hvers konar sýra það hefur verið. Hann var líka inni í réttarsalnum í Nurnberg-réttarhöldunum. Litla ævintýrið fyrir 22 ára gaur frá Íslandi. En annars hef ég lengi heillast af andrúmsloftinu í Berlín. Mikið pönk og anarkí í loftinu þar og ég vissi að ég myndi læra mikið af því að búa þar.“ Svartklæddur á börum og borðar kebab í lestum Halldór Armand segir Berlín góðan stað til að vera á fyrir listamenn almennt og yfirleitt. Þeir sæki mikið þangað. Halldór Armand fór að venja komur sínar til Berlínar, í einhverja mánuði í senn, allt frá árinu 2015. En flutti svo þangað í byrjun árs 2018. Hann er fæddur árið 1986. Ertu þar bara einn eða með fjölskyldu eða hvernig er þetta? „Bara verið þar einn.“ Einn? „Ég á fullt af góðum vinum þar auðvitað. En ég bý einn ef það er spurningin,“ segir Halldór Armand og er ekki alveg viss um hverskonar viðtal þetta sé eiginlega sem hann var að gefa sig í? Ástæðan fyrir því að Vísir setti sig í samband við Halldór Armand er ný bók eftir hann sem heitir Bróðir. Hörkuspennandi og einstaklega vel byggð bók. Sem óhætt er að mæla eindregið með. En… Hvað ertu að bauka þarna úti í Berlín? „Ég reyni að verja eins miklum tíma og ég get í skriftir, það fór ansi mikill tími og vinna í þessa bók til dæmis. Svo vinn ég líka freelance þaðan. En lífið þar er talsvert afslappaðra þar en hér, lífsgæðin einfaldari. Berlín er spes staður. Fátæk og sexí, sagði einhver og mér finnst stundum eins og það séu flestir þarna bara að taka því frekar rólega. Annars bara spila ég fótbolta tvisvar í viku, fer í öllu svörtu á barinn með vinum og borða kebab í lestinni, dansa á klúbbnum og allt þetta klassíska.“ Jájá, Einmitt. Eins og menn gera… „Í mínu tilviki hefur það verið möst að lifa frekar einföldu og rútíneruðu lífi til þess að ná að skrifa bók.“ Ákvað upp úr tvítugu að leggja ritstörf fyrir sig Halldór Armand hefur haldið býsna góðum dampi sem rithöfundur frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem slíkur. Fyrsta bók hans Vince Vaughn í skýjunum, kom út árið 2013, Drón 2014 og Aftur og aftur 2017. Er þetta eitthvað sem þú hefur alltaf stefnt á að verða: Rithöfundur? „Þetta var eitthvað sem ég gerði mikið af sem krakki og unglingur, að skrifa var það skemmtilegasta og áhugaverðasta sem ég gerði. Held ég megi segja að ég hafi snemma sýnt fram á einhvern pótensjal á því sviði. Þegar Halldór Armand útskrifaðist úr lögfræðinni var vinnumarkaðurinn eyðimörk. En það kom ekki að sök, hann hafði svo sem ekki hugsað sér að leggja þetta fyrir sig.visir/vilhelm Hins vegar er það þannig með ritlist að það er enginn sérstakur farvegur sem meikar sens fyrir krakka sem hafa gaman af því að skrifa. Tónelsk börn eru send í tónlistarskóla ef foreldrar þeirra eiga fyrir því og drátthagir krakkar fara í myndlistarskóla. Það er hins vegar ekkert svona fyrir krakka sem skrifa. Svo mér kom satt best að segja ekki til hugar fyrr en einhvern tímann snemma í háskólanum að gera þetta virkilega að starfsferli.“ Líklega er ekki algengt, og sennilega fátítt í seinni tíð að ungmenni einsetji sér að verða rithöfundar þegar það verði stórt? „Það er erfitt að segja, í mínu tilviki kom mér það allavega ekki til hugar fyrr en frekar seint. Eða þú veist, samt ekki, ég var svona 21-22 ára kannski. En við getum orðað það svona að þótt að mér þætti ekkert skemmtilegra en skapandi skrif sem krakki þá datt mér aldrei í hug fyrr en þá að verða rithöfundur.“ Óræð tengsl við persónurnar Og svo gripið sé niður í Bróður þá segir helsta persóna bókarinnar á einum stað: „ „Það les enginn bækur lengur. Farðu hérna niður í bæ, farðu inn á næsta kaffihús eða bar, og hlustaðu á hvað fólkið talar um. Það talar um slúður á samfélagsmiðlum, það talar um HBO-þætti, það talar um tölvuleiki. Bækur skipta engu máli, þær breyta ekki heiminum lengur.“ […] „Sögur og hugmyndir, einu sinni stjórnuðu sögur og hugmyndir heiminum, þær gátu breytt öllu, en sá tími er liðinn.“ (bls. 250-251) Persónur eru auðvitað ekki páfagaukar fyrir skoðanir höfunda sinna. En, sama samt, Halldór Armand skrifar og sendir frá sér bækur þó staða þeirra hafi verið sterkari. Hvernig er samband þitt við persónur þínar? „Ég vildi oft að það væri nánara og spyr mig oft hvort það væri nánara ef ég væri betri höfundur, ég bara veit það ekki.“ Sumir höfundar tala um að persónurnar taki af þeim völdin? „Já það hljómar alltaf mjög vel fyrir mér. En það er ekki beint tilfinning sem ég þekki.“ Ertu vondur við persónur þínar? „Í hvaða skilningi?“ Tjahhh, reynir á þanþolið, lætur þær vaða eld og brennistein? „Kannski er ég smám saman að öðlast hugrekkið til að gera það. Senda þær í meira afhjúpandi og krefjandi aðstæður. Ég var lengi að læra almennilega sagnagerð, það lá ekki náttúrulega fyrir mér og veit að ég á margt ólært. Mjög margt líklega. En ég hef virkilega reynt að bæta mig. Halldór Armand snýr uppá spurninguna þá hvort tengsl séu milli grjótharðra pistla hans og skáldskaparins, segir pistlana einskonar skáldskap fremur en pólitíska.visir/vilhelm Ég get sagt að markmið mitt er bara að skapa áhugaverða og trúverðuga karaktera. En ég hef aldrei upplifað þetta að sagan eða karakter taki völdin. Mögulega er þetta samt bara spurning um mismunandi orðanotkun. Ég reyni alltaf bara að elta eitthvað sem ég kalla „innsæi“, sem er einhver tilfinning sem ég tengi við magann. En kannski er það í raun bara það sama og að segja að sagan taki völdin.“ Að takast á við samtíma sinn Halldór Armand hefur nú um hríð skrifað og flutt útvarpspistla í útvarpsþáttinn Lestina sem er á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Þessir pistlar hafa margir hverjir verið beinskeyttir og vakið athygli en í þeim hefur meðal annars mátt finna vel útfærða og harða ádeilu á nútímann þar sem neysluhyggjan virðist um það bil við það að rústa lýðræðislegu samfélagsgerðinni sem við viljum trúa að við búum í. „Já, ég hef skrifað þessa pistla á RUV í alveg fjögur ár núna. Upprunalega loforðið sem ég gaf sjálfum mér var að skrifa um allt nema pólitík, einfaldlega af því það var bara svo mikið um pólitíska skoðanapistla. En svo þarf maður að skila einhverju í hverri viku og maður lærir líka fljótt að pólitísk skrif vekja miklu meiri viðbrögð en til dæmis heimspekilegri skrif. Það er eins og það er.“ Eru einhver tengsl milli þessara pistla og svo skáldsagnanna sem þú skrifar? Tvinnast þetta saman eða reynir þú að halda þessu aðskildu? „Það auðvelda væri að segja að þetta tengist ekki neitt. Skáldsögur séu eitt, pistlar annað. Hins vegar hef ég alltaf litið frekar á þessa pistla mína sem „rannsóknir á sjónarhornum“ miklu frekar en yfirlýsingu um mínar eigin persónulegu skoðanir. Oft er ég alls ekkert viss um að ég sé raunverulega sammála því sem ég er að halda fram. Þetta eru bara sjónarhorn sem mér finnst þess vert að skoða og halda fram vegna þess að fjölbreytt sjónarhorn eru holl umræðunni, sem á það til að vera svolítið einsleit hér á landi. Almennt er ég andvígur því að listamenn eigi að hafa eitthvert sérstakt „hlutverk“, en mér finnst þó yfirleitt einkenni á góðum listamönnum að þeir hafi getu og hugrekki til þess að skoða veruleikann út frá sjónarhóli sem er ekki endilega þeirra eigin, ef þú veist hvað ég meina? Svo vaknar maður upp sem ný persóna á hverjum morgni, þannig séð, með ný viðhorf og nálganir. Að því sögðu þá lít ég samt á þetta sem tvennt ólíkt. Staða rithöfundarins er flókin. Um leið og þeir verða að skilja eftir túlkunarrými í verkum sínum er litið til þeirrar stéttar þegar stór samfélagsleg úrlausnarefni standa fyrir dyrum.visir/vilhelm Ég vona allavega að skáldverk mín beri ekki keim pólitískra skoðana minna, en eflaust er aldrei hægt að flýja það alveg.“ Og svarið myndi þá vera? „Með byssu upp við höfuðið myndi ég segja að pistlarnir séu líkari skáldskap, heldur en hitt. Hitt væri hræðilegt.“ Hlýnun jarðar og hinn hlutlægi höfundur Já, líttu þá bara svo á að ég sé með byssu við höfuð þitt. Mér sýnist almennt, þó auðvitað séu á því undantekningar, að nú í mörg ár hafi höfundar beinlínis forðast að fjalla um samtíma sinn. Á tímabili, fyrir ekki svo löngu, tröllriðu til dæmis sögulegar skáldsögur markaðinum. Þeim mun lengra frá núinu, þeim mun betra. Hver sem ástæðan er; hvort menn vilji forðast það að rita boðskapsbókmenntir – sem áhöld eru uppi um hvort megi teljast list sökum skorts á túlkunarrými – eða þeir telji sig hugsanlega fæla frá lesendur í hinu flokkspólitíska samfélagi sem við búum í. „Fyrsta sem mér dettur í hug er að „samtíminn“ hefur tekið svo ógurlega hröðum breytingum síðustu 15-20 árin eða svo. Kannski óttast margir að verða úreltir strax ef þeir eru með iPhone 7 í sögunni sinni en ekki 12. Veit ekki. Ég tek sem dæmi að nýja bókin mín hefst sumarið 2016. Það hefur alveg ýmislegt breyst síðan þá, bæði hvað varðar tækni en líka bara menningu.“ Halldór Armand á erfitt með að fóta sig í þessari vangaveltu um stöðu og hlutverk rithöfundarins. „Annars er áhugavert að þú segir þetta að höfundar veigri sér við að fjalla um samtímann. Vegna þess að á sama tíma verður maður sífellt meira var við það að það eigi víst að vera hlutverk listamanna að takast á við vandamál eins og hlýnun jarðar.“ Guðlausi heimurinn gengur ekkert æðislega Kannski má halda því fram að rithöfundar hafi verið í tilvistarkreppu býsna lengi hvað þetta varðar. Og því lesi „enginn bækur lengur,“ eins og Skarphéðinn Skorri segir í Bróður. En líklega ósanngjarnt að láta Halldór Armand svara fyrir það. Halldór Armand hefur verið níhilískur eða distópískur í verkum sínum. Eða, hvernig stuðar slík yfirlýsing þig? (Halldóri Armand er skemmt.) „Síðasta bókin mín var nokkuð níhílísk, á sinn hátt, enda var hún um níhílíska öld snjallsímans og hryðjuverkanna. Já, ég get alveg skilið það að einhver vilji skilgreina mig þannig. Halldór Armand þrætir ekki fyrir það að hafa skoðað verk manna eins og Sartre og Camus.visir/vilhelm Hins vegar held ég að ég geti sagt að þessi nýja bók mín sé allt allt öðruvísi en það sem ég hef gert til þessa.“ En þú hefur stúderað existentianlisma, Sartre, Camus og þá? „Já ég hef dýft tá eða tveimur í þá laug. Kierkegaard.“ Og Beckett jafnvel? „Ekki Beckett ennþá nei. En Fallið eftir Camus var alltaf mikið eftirlæti.“ Við erum að horfa á guðlausan heim, tilgangslausan nema höfundurinn er náttúrlega Guð og persónur dansa eftir hans pípu? „Guðlausi heimurinn virðist ekkert ganga neitt æðislega. Já, hvað pistlana varðar þá bara get ég ekki neitað því að mér finnst oft eins og við séum ekki á góðri leið. Lýðræði á Vesturlöndum er löngu ónýtt og svo framvegis.“ Norræni sársaukinn Í nýju bókinni má lesa: „Norræni sársaukinn: Að vilja kála sér einmitt vegna þess að maður hefur enga ástæðu til þess.“ Er norræni sársaukinn einhver sérstök tegund af þunglyndi? „Ég sé þetta ekki sem níhilisma. Meira bara lýsing á þessu sérstaka ástandi að vera Skandínavi. Þú elur manninn í velferðarkerfi í órafjarlægð frá vandamálum heimsins. Þú glímir ekki við nein raunveruleg vandamál, svo þú hefur í raun enga ástæðu til þess að vilja kála þér, sem svo einmitt verður að ástæðu til þess. Þetta eru ýkjur auðvitað, en kannski eitthvað í þessu.“ Sem gæti þá tengst hruni lýðræðisins sem þú nefndir, leiði og doði og firring gagnvart því að frelsi og upplýsing tók hundruði ára að byggja upp og berjast fyrir. En eru nú léttvæg fundin á altari einhverrar lítt grundaðrar gæsku? „Akkúrat. Þetta er kannski ein leið til þess að líta á „norrænt tilgangsleysi“, ef eitthvað slíkt er til,“ segir Halldór Armand og glottir. Frásagnarhátturinn mikilvægur þáttur plottsins „Saga af alvöru fólki birtist einfaldlega fyrir framan mig, eins og diskur úr lófa þjóns, breiddi úr sér eins og verk á sviði, án þess að ég þyrfti að taka afstöðu til þess hvað væri nákvæmlega að gerast eða hvers vegna,“ segir á einum stað í nýju bókinni. Sem á sér samsvörun í stöðu höfundar gagnvart verki sínu. Pælirðu mikið í frásagnarhætti? „Já, ég reyni alveg að pæla soldið í því. Í þessari bók var einhvern veginn frásagnarhátturinn mikilvægur hluti af þræðinum frá byrjun en ég áttaði mig samt ekki á því fyrr en ég var rúmlega hálfnaður hvernig á því stæði.“ Sjónarhornið skiptir máli og þú velur að hafa sögumanninn í þinni nýju skáldsögu unga konu. Hvers vegna velur þú þá nálgun? „Það svona já, hvað skal segja kemur allt saman í ljós. Á síðari stigum í bókinni. En ég get sagt að það var engin sérstök pæling með að sögumaðurinn sé ung kona frekar en karl.“ Halldór Armand hikar við að svara þessari spurningu enda erfitt með góðu móti án þess að upplýsa of mikið um hinar afhjúpandi eigindir bókarinnar. Sem má til sanns vegar færa. Bróðir u-beygja í höfundarverkinu En þú nefndir það áður að nýja bókin þín væri frábrugðin fyrri verkum. Geturðu sagt mér hvernig þá? „Þegar ég fór að rýna í sjálfan mig eftir síðustu bók fannst mér eins og ég væri ekki nægilega sterkur „sagnamaður“. Mig langaði að skora sjálfan mig á hólm og skrifa gamaldags, dramatíska sögu, hálfgerða gríska tragedíu. Mjög frábrugðið því sem ég hef gert til þessa. Bækur mínar til þessa hafa líklega meira verið „hugmyndadrifnar“, ef þú veist hvað ég meina?“ Jú. „Og því meira sem ég hugsaði málið því meira langaði mig … já, að skrifa svona stóra bók um stórar og tímalausar spurningar, svolítið eins og höfundar gerðu kannski meira af hérna fyrir löngu. Ég var alltaf svolítið hræddur við það hérna áður fyrr, hræddur um að það þætti hallærislegt eða eitthvað. Ég veit ekki. Svo ef fyrri bækurnar mínar eru svolítið eins og greining á ákveðnum tíðaranda, þá er þessi algjör U-beygja og er tilraun til þess að gera eitthvað sem er kannski líkara því sem forngrísk leikskáld eða 19. aldar Rússar voru að pæla.“ Aðdáunarverðir glæpasagnahöfundar Halldór Armand segist hafa spáð í því hvaðan þessi þörf komi. „Og ég hef svona sett fram þá kenningu í höfði mínu, fyrir sjálfan mig að minnsta kosti, að það sé eitthvað við tímana sem við lifum á. Þeir séu svo kaótískir og í svo mikilli upplausn, að það hreinlega meiki sens að fara aðeins aftur í upprunann. Allavega fyrir mig. Halldór Armand dáist að krimmahöfundum, sem tekst að selja bækur sínar í bílförum og halda athygli lesenda. Það er meira en segja það.visir/vilhelm Ég hef fundið fyrir því sama í heimspeki, ég er farinn að lesa fornaldarheimspeki á fullu, ómeðvitað, eins og til að leita einhverra svara í „uppruna“ siðmenningarinnar sjálfrar um það hvað í ósköpunum gæti eiginlega verið í gangi?“ Skammhlaup í póstmódernismanum? Svo er eins og þú sért að taka inn þætti úr glæpasögunni. Bygging bókarinnar er spennudrifin? Þarna er glæpur og refsing? „Já, það var líka meðvitað. Mér finnst það ótrúlega aðdáunarvert hvernig góðir krimmahöfundar geta fangað og haldið athygli fólks. Það er svo sannarlega meira en að segja það! Sko, ég ætla að vera málsvari myrkrahöfðingjans hér. Já, þeir eru ýmsir höfundar sem fyrirlíta krimmann? „Ég er ekki viss um að margir höfundar geri það í raun. Ég hugsa að flestir, segjum höfundar „fagurbókmennta“, beri virðingu fyrir því sem vel er gert. Ég þekki einn eða tvo sem vanda þessu ekki kveðjurnar. „Af hverju þá?“ Segja þetta eintóna drasl; formúlubækur. „Eru krimmarnir ekki nógu djúpir? Er hitt dótið það,“ segir Halldór Armand og hlær. „Jú, eflaust eru þetta formúlur á sinn hátt. Satt best að segja er ég ekki vel að mér í krimmum. Bara alls ekki. En hins vegar, ef þjóðin bíður ofvæni ár eftir ár eftir bókum tiltekinna höfunda þá er það bara alveg gríðarlega vel gert. Að selja milljónir bóka út um allan heim. Það er bara alveg hreint geggjaður árangur. Ég myndi aldrei nokkurn tímann gera lítið úr því á sama tíma og ég játa því alveg að það virðist kannski aðeins auðveldara senda frá sér einn krimma á ári með sama aðalkarakter og sama fyrirkomulagi, þú veist. Fagurbókmenntir eru ekki alveg í sama leik hvað það varðar.“ Flóttinn til fortíðar Til að brjóta upp þetta tal um krimma er gripið til sígildrar spurningar: Til hvaða höfunda líturðu fyrst og fremst? „Það breyst afskaplega mikið. Þegar ég las Don DeLillo og David Foster Wallace fékk ég í fyrsta skipti þá flugu í höfuðið að þetta vildi ég gera við líf mitt. Núna er ég undir talsverðum áhrifum frá bók sem heitir Bluets eftir Maggie Nelson. En mér finnst samt eiginlega bara þetta gamla dót langsamlega best. Joseph Conrad er eiginlega mitt uppáhald. Ég elska Hómer og Æskilos. Dýrka Shakespeare líka og Þórarinn Eldjárn. Þetta er allt frekar klassískt.“ Athyglisvert, því mér hefur sýnst þú fremur nútímalegur höfundur? „Þá vegna þess að fyrri bækurnar voru svona alveg mjög mikið um nútímann og birtingarmyndir hans? Eða út af einhverju öðru?“ Já, og líka ef litið er til pistla þinna; þar sem þú ert að velta fyrir þér samtímanum. Sem þú virðist búinn að fá nóg af. Má þá segja að þetta sé einskonar flótti alla leið aftur til forn-Grikkja? „Það er góð spurning. Já, kannski flótti. Kannski er það rétt hjá þér, en ég held samt og vona að þetta sé hrein forvitni sem knýr mig áfram. Ég er til dæmis þessa dagana að lesa bók um Babýlon og gömlu Mesópótamíu, bókstaflega um uppruna siðmenningarinnar. Ferðast bara góð 6-7000 ár aftur í tímann í leit að svörum. Halldór Armand segir að á vef Hæstaréttar megi finna ótrúlegar sögur þar af hryllingi mannlegrar tilveru skrifaðar í alveg ótrúlegum stíl.visir/vilhelm Og svo fann ég knýjandi þörf hjá mér í fyrra að byrja á að gleypa í mig Plató. Ég held að þetta sé að einhverju leyti réttu staðirnir að leita svara. Því þó þetta séu kaótískir og klikkaðir tímar þá er þetta samt ekkert nýtt auðvitað. Í það minnsta virkar þetta vel fyrir mig. Líklega er þetta bæði flótti og einhvers konar von.“ Ofsinn í umræðunni Klassík er klassík af því hún er klassík. Og mýtur eru mýtur en sennilega eru ekki mörg tímabil sögunnar sem einkennast af svo mikilli pólaríseringu og ofsa í umræðunni og nú. Þar sem tilgangurinn á einhvern veginn að helga meðalið? „Fjársterkustu fyrirtæki mannkynssögunnar hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að tvístra okkur. Sem er helvítis skellur,“ segir Halldór Armand sem er þó ekki þjakaðari af þessari hugmynd en svo að hann hlær við. Þetta eru þó ekkert grín sem er undir; tilfinningahiti sem sprettur meðal annars af ótta við að lýðræðið sé ónýtt. Er ekki fremur ódýr ofureinföldun að skella bara skuldinni á samfélagsmiðlana sem oft er um kennt? „Jú, ég er sammála þar. En þeir svona kannski hjálpa ekki! Eða virðast að minnsta kosti ekki gera það.“ Hin stórfurðulega og gagnlega lögfræði Þó Halldór Armand sé ekki aldinn að árum er ferill hans athyglisverður. Eftir stúdent í MH fór hann í HÍ, í lögfræði. Líkt og aðalpersóna hinna nýju bókar en það er önnur saga. Frami á því sviði hefur mátt víkja fyrir rithöfundaferlinum? „Ég er oft spurður út í þetta og ég veit að mörgum finnst þetta skrýtið, en ég bara hugsaði aldrei laganámið mitt sem einhvers konar byrjun á starfsferli. Á bókarkápu hinnar nýju bókar er vitnað í kónginn, Bubba Morthens, sem heldur því fram að Halldór Armand sé himnasending og djöfullega góður. Við gerum ekki ágreining þar um. Þegar ég var tvítugur langaði mig bara að læra eitthvað en var ekkert með neinar pælingar um hvað ég vildi gera við líf mitt. Þegar ég útskrifaðist 2012 var vinnumarkaðurinn líka bara algjör eyðimörk eftir hrunið. Bara bókstaflega eyðimörk. En ég var löngu búinn að ákveða að ég ætlaði ekkert að vinna við þetta. Lögfræði er líka bókmenntalegt fag á sinn hátt. Ég hef oft sagt að hæstirettur.is er í raun framúrstefnulegasti bókmenntavefur landsins.“ Ekki þetta regindjúp þarna á milli og margur kannski ætlar? „Nei. Ótrúlegar sögur þar af hryllingi mannlegrar tilveru skrifaðar í alveg ótrúlegum stíl. Þar sem ekkert skiptir minna máli en tilfinningar. Svo eru lögskýringar líka bókmenntaskýringar á sinn hátt. Já ég á drög að skáldsögu sem ég klára dag einn sem heitir einfaldlega Aðili máls. Það er bara nafnið á aðalkarakternum. Heitir aldrei neitt annað. Svo ég fann alveg ýmiss konar innblástur þarna í náminu á sínum tíma og sé ekki eftir því.“ Aðili máls. Manni dettur Kafka umsvifalaust í hug? „Já. Það er þessi afpersónuvæðing í réttarkerfinu sem er svo stórbrotin. Svo listilega framkvæmd að það verður einhvern veginn guðdómlegt stundum.“ En mætti kannski leggja meiri rækt við íslenskukennslu í Lögbergi. Þarna er nú einu sinni verið að fást við merkingu? „Það er alveg gjörsamlega hárrétt. Þetta gat orðið svolítið kjánalegt allt. Tungumálið mikið notað sem einhvers konar girðing. En það þarf að hafa svo svakaleg tök á því til þess að valda því verkefni vel.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Halldór Armand rithöfundur er einn þeirra Íslendinga sem flúði Covid-ið heim, svona til öryggis en undanfarin ár hefur hann verið búsettur í Berlín. Hann veit ekki hvenær hann fer út aftur, veiran ræður því að einhverju leyti. Af hverju Berlín? „Alls konar ástæður. Afi minn fór til Berlínar 1946 sem blaðamaður og það var fyrsta utanlandsferðin hans. Þú getur ímyndað þér hvers konar sýra það hefur verið. Hann var líka inni í réttarsalnum í Nurnberg-réttarhöldunum. Litla ævintýrið fyrir 22 ára gaur frá Íslandi. En annars hef ég lengi heillast af andrúmsloftinu í Berlín. Mikið pönk og anarkí í loftinu þar og ég vissi að ég myndi læra mikið af því að búa þar.“ Svartklæddur á börum og borðar kebab í lestum Halldór Armand segir Berlín góðan stað til að vera á fyrir listamenn almennt og yfirleitt. Þeir sæki mikið þangað. Halldór Armand fór að venja komur sínar til Berlínar, í einhverja mánuði í senn, allt frá árinu 2015. En flutti svo þangað í byrjun árs 2018. Hann er fæddur árið 1986. Ertu þar bara einn eða með fjölskyldu eða hvernig er þetta? „Bara verið þar einn.“ Einn? „Ég á fullt af góðum vinum þar auðvitað. En ég bý einn ef það er spurningin,“ segir Halldór Armand og er ekki alveg viss um hverskonar viðtal þetta sé eiginlega sem hann var að gefa sig í? Ástæðan fyrir því að Vísir setti sig í samband við Halldór Armand er ný bók eftir hann sem heitir Bróðir. Hörkuspennandi og einstaklega vel byggð bók. Sem óhætt er að mæla eindregið með. En… Hvað ertu að bauka þarna úti í Berlín? „Ég reyni að verja eins miklum tíma og ég get í skriftir, það fór ansi mikill tími og vinna í þessa bók til dæmis. Svo vinn ég líka freelance þaðan. En lífið þar er talsvert afslappaðra þar en hér, lífsgæðin einfaldari. Berlín er spes staður. Fátæk og sexí, sagði einhver og mér finnst stundum eins og það séu flestir þarna bara að taka því frekar rólega. Annars bara spila ég fótbolta tvisvar í viku, fer í öllu svörtu á barinn með vinum og borða kebab í lestinni, dansa á klúbbnum og allt þetta klassíska.“ Jájá, Einmitt. Eins og menn gera… „Í mínu tilviki hefur það verið möst að lifa frekar einföldu og rútíneruðu lífi til þess að ná að skrifa bók.“ Ákvað upp úr tvítugu að leggja ritstörf fyrir sig Halldór Armand hefur haldið býsna góðum dampi sem rithöfundur frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem slíkur. Fyrsta bók hans Vince Vaughn í skýjunum, kom út árið 2013, Drón 2014 og Aftur og aftur 2017. Er þetta eitthvað sem þú hefur alltaf stefnt á að verða: Rithöfundur? „Þetta var eitthvað sem ég gerði mikið af sem krakki og unglingur, að skrifa var það skemmtilegasta og áhugaverðasta sem ég gerði. Held ég megi segja að ég hafi snemma sýnt fram á einhvern pótensjal á því sviði. Þegar Halldór Armand útskrifaðist úr lögfræðinni var vinnumarkaðurinn eyðimörk. En það kom ekki að sök, hann hafði svo sem ekki hugsað sér að leggja þetta fyrir sig.visir/vilhelm Hins vegar er það þannig með ritlist að það er enginn sérstakur farvegur sem meikar sens fyrir krakka sem hafa gaman af því að skrifa. Tónelsk börn eru send í tónlistarskóla ef foreldrar þeirra eiga fyrir því og drátthagir krakkar fara í myndlistarskóla. Það er hins vegar ekkert svona fyrir krakka sem skrifa. Svo mér kom satt best að segja ekki til hugar fyrr en einhvern tímann snemma í háskólanum að gera þetta virkilega að starfsferli.“ Líklega er ekki algengt, og sennilega fátítt í seinni tíð að ungmenni einsetji sér að verða rithöfundar þegar það verði stórt? „Það er erfitt að segja, í mínu tilviki kom mér það allavega ekki til hugar fyrr en frekar seint. Eða þú veist, samt ekki, ég var svona 21-22 ára kannski. En við getum orðað það svona að þótt að mér þætti ekkert skemmtilegra en skapandi skrif sem krakki þá datt mér aldrei í hug fyrr en þá að verða rithöfundur.“ Óræð tengsl við persónurnar Og svo gripið sé niður í Bróður þá segir helsta persóna bókarinnar á einum stað: „ „Það les enginn bækur lengur. Farðu hérna niður í bæ, farðu inn á næsta kaffihús eða bar, og hlustaðu á hvað fólkið talar um. Það talar um slúður á samfélagsmiðlum, það talar um HBO-þætti, það talar um tölvuleiki. Bækur skipta engu máli, þær breyta ekki heiminum lengur.“ […] „Sögur og hugmyndir, einu sinni stjórnuðu sögur og hugmyndir heiminum, þær gátu breytt öllu, en sá tími er liðinn.“ (bls. 250-251) Persónur eru auðvitað ekki páfagaukar fyrir skoðanir höfunda sinna. En, sama samt, Halldór Armand skrifar og sendir frá sér bækur þó staða þeirra hafi verið sterkari. Hvernig er samband þitt við persónur þínar? „Ég vildi oft að það væri nánara og spyr mig oft hvort það væri nánara ef ég væri betri höfundur, ég bara veit það ekki.“ Sumir höfundar tala um að persónurnar taki af þeim völdin? „Já það hljómar alltaf mjög vel fyrir mér. En það er ekki beint tilfinning sem ég þekki.“ Ertu vondur við persónur þínar? „Í hvaða skilningi?“ Tjahhh, reynir á þanþolið, lætur þær vaða eld og brennistein? „Kannski er ég smám saman að öðlast hugrekkið til að gera það. Senda þær í meira afhjúpandi og krefjandi aðstæður. Ég var lengi að læra almennilega sagnagerð, það lá ekki náttúrulega fyrir mér og veit að ég á margt ólært. Mjög margt líklega. En ég hef virkilega reynt að bæta mig. Halldór Armand snýr uppá spurninguna þá hvort tengsl séu milli grjótharðra pistla hans og skáldskaparins, segir pistlana einskonar skáldskap fremur en pólitíska.visir/vilhelm Ég get sagt að markmið mitt er bara að skapa áhugaverða og trúverðuga karaktera. En ég hef aldrei upplifað þetta að sagan eða karakter taki völdin. Mögulega er þetta samt bara spurning um mismunandi orðanotkun. Ég reyni alltaf bara að elta eitthvað sem ég kalla „innsæi“, sem er einhver tilfinning sem ég tengi við magann. En kannski er það í raun bara það sama og að segja að sagan taki völdin.“ Að takast á við samtíma sinn Halldór Armand hefur nú um hríð skrifað og flutt útvarpspistla í útvarpsþáttinn Lestina sem er á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Þessir pistlar hafa margir hverjir verið beinskeyttir og vakið athygli en í þeim hefur meðal annars mátt finna vel útfærða og harða ádeilu á nútímann þar sem neysluhyggjan virðist um það bil við það að rústa lýðræðislegu samfélagsgerðinni sem við viljum trúa að við búum í. „Já, ég hef skrifað þessa pistla á RUV í alveg fjögur ár núna. Upprunalega loforðið sem ég gaf sjálfum mér var að skrifa um allt nema pólitík, einfaldlega af því það var bara svo mikið um pólitíska skoðanapistla. En svo þarf maður að skila einhverju í hverri viku og maður lærir líka fljótt að pólitísk skrif vekja miklu meiri viðbrögð en til dæmis heimspekilegri skrif. Það er eins og það er.“ Eru einhver tengsl milli þessara pistla og svo skáldsagnanna sem þú skrifar? Tvinnast þetta saman eða reynir þú að halda þessu aðskildu? „Það auðvelda væri að segja að þetta tengist ekki neitt. Skáldsögur séu eitt, pistlar annað. Hins vegar hef ég alltaf litið frekar á þessa pistla mína sem „rannsóknir á sjónarhornum“ miklu frekar en yfirlýsingu um mínar eigin persónulegu skoðanir. Oft er ég alls ekkert viss um að ég sé raunverulega sammála því sem ég er að halda fram. Þetta eru bara sjónarhorn sem mér finnst þess vert að skoða og halda fram vegna þess að fjölbreytt sjónarhorn eru holl umræðunni, sem á það til að vera svolítið einsleit hér á landi. Almennt er ég andvígur því að listamenn eigi að hafa eitthvert sérstakt „hlutverk“, en mér finnst þó yfirleitt einkenni á góðum listamönnum að þeir hafi getu og hugrekki til þess að skoða veruleikann út frá sjónarhóli sem er ekki endilega þeirra eigin, ef þú veist hvað ég meina? Svo vaknar maður upp sem ný persóna á hverjum morgni, þannig séð, með ný viðhorf og nálganir. Að því sögðu þá lít ég samt á þetta sem tvennt ólíkt. Staða rithöfundarins er flókin. Um leið og þeir verða að skilja eftir túlkunarrými í verkum sínum er litið til þeirrar stéttar þegar stór samfélagsleg úrlausnarefni standa fyrir dyrum.visir/vilhelm Ég vona allavega að skáldverk mín beri ekki keim pólitískra skoðana minna, en eflaust er aldrei hægt að flýja það alveg.“ Og svarið myndi þá vera? „Með byssu upp við höfuðið myndi ég segja að pistlarnir séu líkari skáldskap, heldur en hitt. Hitt væri hræðilegt.“ Hlýnun jarðar og hinn hlutlægi höfundur Já, líttu þá bara svo á að ég sé með byssu við höfuð þitt. Mér sýnist almennt, þó auðvitað séu á því undantekningar, að nú í mörg ár hafi höfundar beinlínis forðast að fjalla um samtíma sinn. Á tímabili, fyrir ekki svo löngu, tröllriðu til dæmis sögulegar skáldsögur markaðinum. Þeim mun lengra frá núinu, þeim mun betra. Hver sem ástæðan er; hvort menn vilji forðast það að rita boðskapsbókmenntir – sem áhöld eru uppi um hvort megi teljast list sökum skorts á túlkunarrými – eða þeir telji sig hugsanlega fæla frá lesendur í hinu flokkspólitíska samfélagi sem við búum í. „Fyrsta sem mér dettur í hug er að „samtíminn“ hefur tekið svo ógurlega hröðum breytingum síðustu 15-20 árin eða svo. Kannski óttast margir að verða úreltir strax ef þeir eru með iPhone 7 í sögunni sinni en ekki 12. Veit ekki. Ég tek sem dæmi að nýja bókin mín hefst sumarið 2016. Það hefur alveg ýmislegt breyst síðan þá, bæði hvað varðar tækni en líka bara menningu.“ Halldór Armand á erfitt með að fóta sig í þessari vangaveltu um stöðu og hlutverk rithöfundarins. „Annars er áhugavert að þú segir þetta að höfundar veigri sér við að fjalla um samtímann. Vegna þess að á sama tíma verður maður sífellt meira var við það að það eigi víst að vera hlutverk listamanna að takast á við vandamál eins og hlýnun jarðar.“ Guðlausi heimurinn gengur ekkert æðislega Kannski má halda því fram að rithöfundar hafi verið í tilvistarkreppu býsna lengi hvað þetta varðar. Og því lesi „enginn bækur lengur,“ eins og Skarphéðinn Skorri segir í Bróður. En líklega ósanngjarnt að láta Halldór Armand svara fyrir það. Halldór Armand hefur verið níhilískur eða distópískur í verkum sínum. Eða, hvernig stuðar slík yfirlýsing þig? (Halldóri Armand er skemmt.) „Síðasta bókin mín var nokkuð níhílísk, á sinn hátt, enda var hún um níhílíska öld snjallsímans og hryðjuverkanna. Já, ég get alveg skilið það að einhver vilji skilgreina mig þannig. Halldór Armand þrætir ekki fyrir það að hafa skoðað verk manna eins og Sartre og Camus.visir/vilhelm Hins vegar held ég að ég geti sagt að þessi nýja bók mín sé allt allt öðruvísi en það sem ég hef gert til þessa.“ En þú hefur stúderað existentianlisma, Sartre, Camus og þá? „Já ég hef dýft tá eða tveimur í þá laug. Kierkegaard.“ Og Beckett jafnvel? „Ekki Beckett ennþá nei. En Fallið eftir Camus var alltaf mikið eftirlæti.“ Við erum að horfa á guðlausan heim, tilgangslausan nema höfundurinn er náttúrlega Guð og persónur dansa eftir hans pípu? „Guðlausi heimurinn virðist ekkert ganga neitt æðislega. Já, hvað pistlana varðar þá bara get ég ekki neitað því að mér finnst oft eins og við séum ekki á góðri leið. Lýðræði á Vesturlöndum er löngu ónýtt og svo framvegis.“ Norræni sársaukinn Í nýju bókinni má lesa: „Norræni sársaukinn: Að vilja kála sér einmitt vegna þess að maður hefur enga ástæðu til þess.“ Er norræni sársaukinn einhver sérstök tegund af þunglyndi? „Ég sé þetta ekki sem níhilisma. Meira bara lýsing á þessu sérstaka ástandi að vera Skandínavi. Þú elur manninn í velferðarkerfi í órafjarlægð frá vandamálum heimsins. Þú glímir ekki við nein raunveruleg vandamál, svo þú hefur í raun enga ástæðu til þess að vilja kála þér, sem svo einmitt verður að ástæðu til þess. Þetta eru ýkjur auðvitað, en kannski eitthvað í þessu.“ Sem gæti þá tengst hruni lýðræðisins sem þú nefndir, leiði og doði og firring gagnvart því að frelsi og upplýsing tók hundruði ára að byggja upp og berjast fyrir. En eru nú léttvæg fundin á altari einhverrar lítt grundaðrar gæsku? „Akkúrat. Þetta er kannski ein leið til þess að líta á „norrænt tilgangsleysi“, ef eitthvað slíkt er til,“ segir Halldór Armand og glottir. Frásagnarhátturinn mikilvægur þáttur plottsins „Saga af alvöru fólki birtist einfaldlega fyrir framan mig, eins og diskur úr lófa þjóns, breiddi úr sér eins og verk á sviði, án þess að ég þyrfti að taka afstöðu til þess hvað væri nákvæmlega að gerast eða hvers vegna,“ segir á einum stað í nýju bókinni. Sem á sér samsvörun í stöðu höfundar gagnvart verki sínu. Pælirðu mikið í frásagnarhætti? „Já, ég reyni alveg að pæla soldið í því. Í þessari bók var einhvern veginn frásagnarhátturinn mikilvægur hluti af þræðinum frá byrjun en ég áttaði mig samt ekki á því fyrr en ég var rúmlega hálfnaður hvernig á því stæði.“ Sjónarhornið skiptir máli og þú velur að hafa sögumanninn í þinni nýju skáldsögu unga konu. Hvers vegna velur þú þá nálgun? „Það svona já, hvað skal segja kemur allt saman í ljós. Á síðari stigum í bókinni. En ég get sagt að það var engin sérstök pæling með að sögumaðurinn sé ung kona frekar en karl.“ Halldór Armand hikar við að svara þessari spurningu enda erfitt með góðu móti án þess að upplýsa of mikið um hinar afhjúpandi eigindir bókarinnar. Sem má til sanns vegar færa. Bróðir u-beygja í höfundarverkinu En þú nefndir það áður að nýja bókin þín væri frábrugðin fyrri verkum. Geturðu sagt mér hvernig þá? „Þegar ég fór að rýna í sjálfan mig eftir síðustu bók fannst mér eins og ég væri ekki nægilega sterkur „sagnamaður“. Mig langaði að skora sjálfan mig á hólm og skrifa gamaldags, dramatíska sögu, hálfgerða gríska tragedíu. Mjög frábrugðið því sem ég hef gert til þessa. Bækur mínar til þessa hafa líklega meira verið „hugmyndadrifnar“, ef þú veist hvað ég meina?“ Jú. „Og því meira sem ég hugsaði málið því meira langaði mig … já, að skrifa svona stóra bók um stórar og tímalausar spurningar, svolítið eins og höfundar gerðu kannski meira af hérna fyrir löngu. Ég var alltaf svolítið hræddur við það hérna áður fyrr, hræddur um að það þætti hallærislegt eða eitthvað. Ég veit ekki. Svo ef fyrri bækurnar mínar eru svolítið eins og greining á ákveðnum tíðaranda, þá er þessi algjör U-beygja og er tilraun til þess að gera eitthvað sem er kannski líkara því sem forngrísk leikskáld eða 19. aldar Rússar voru að pæla.“ Aðdáunarverðir glæpasagnahöfundar Halldór Armand segist hafa spáð í því hvaðan þessi þörf komi. „Og ég hef svona sett fram þá kenningu í höfði mínu, fyrir sjálfan mig að minnsta kosti, að það sé eitthvað við tímana sem við lifum á. Þeir séu svo kaótískir og í svo mikilli upplausn, að það hreinlega meiki sens að fara aðeins aftur í upprunann. Allavega fyrir mig. Halldór Armand dáist að krimmahöfundum, sem tekst að selja bækur sínar í bílförum og halda athygli lesenda. Það er meira en segja það.visir/vilhelm Ég hef fundið fyrir því sama í heimspeki, ég er farinn að lesa fornaldarheimspeki á fullu, ómeðvitað, eins og til að leita einhverra svara í „uppruna“ siðmenningarinnar sjálfrar um það hvað í ósköpunum gæti eiginlega verið í gangi?“ Skammhlaup í póstmódernismanum? Svo er eins og þú sért að taka inn þætti úr glæpasögunni. Bygging bókarinnar er spennudrifin? Þarna er glæpur og refsing? „Já, það var líka meðvitað. Mér finnst það ótrúlega aðdáunarvert hvernig góðir krimmahöfundar geta fangað og haldið athygli fólks. Það er svo sannarlega meira en að segja það! Sko, ég ætla að vera málsvari myrkrahöfðingjans hér. Já, þeir eru ýmsir höfundar sem fyrirlíta krimmann? „Ég er ekki viss um að margir höfundar geri það í raun. Ég hugsa að flestir, segjum höfundar „fagurbókmennta“, beri virðingu fyrir því sem vel er gert. Ég þekki einn eða tvo sem vanda þessu ekki kveðjurnar. „Af hverju þá?“ Segja þetta eintóna drasl; formúlubækur. „Eru krimmarnir ekki nógu djúpir? Er hitt dótið það,“ segir Halldór Armand og hlær. „Jú, eflaust eru þetta formúlur á sinn hátt. Satt best að segja er ég ekki vel að mér í krimmum. Bara alls ekki. En hins vegar, ef þjóðin bíður ofvæni ár eftir ár eftir bókum tiltekinna höfunda þá er það bara alveg gríðarlega vel gert. Að selja milljónir bóka út um allan heim. Það er bara alveg hreint geggjaður árangur. Ég myndi aldrei nokkurn tímann gera lítið úr því á sama tíma og ég játa því alveg að það virðist kannski aðeins auðveldara senda frá sér einn krimma á ári með sama aðalkarakter og sama fyrirkomulagi, þú veist. Fagurbókmenntir eru ekki alveg í sama leik hvað það varðar.“ Flóttinn til fortíðar Til að brjóta upp þetta tal um krimma er gripið til sígildrar spurningar: Til hvaða höfunda líturðu fyrst og fremst? „Það breyst afskaplega mikið. Þegar ég las Don DeLillo og David Foster Wallace fékk ég í fyrsta skipti þá flugu í höfuðið að þetta vildi ég gera við líf mitt. Núna er ég undir talsverðum áhrifum frá bók sem heitir Bluets eftir Maggie Nelson. En mér finnst samt eiginlega bara þetta gamla dót langsamlega best. Joseph Conrad er eiginlega mitt uppáhald. Ég elska Hómer og Æskilos. Dýrka Shakespeare líka og Þórarinn Eldjárn. Þetta er allt frekar klassískt.“ Athyglisvert, því mér hefur sýnst þú fremur nútímalegur höfundur? „Þá vegna þess að fyrri bækurnar voru svona alveg mjög mikið um nútímann og birtingarmyndir hans? Eða út af einhverju öðru?“ Já, og líka ef litið er til pistla þinna; þar sem þú ert að velta fyrir þér samtímanum. Sem þú virðist búinn að fá nóg af. Má þá segja að þetta sé einskonar flótti alla leið aftur til forn-Grikkja? „Það er góð spurning. Já, kannski flótti. Kannski er það rétt hjá þér, en ég held samt og vona að þetta sé hrein forvitni sem knýr mig áfram. Ég er til dæmis þessa dagana að lesa bók um Babýlon og gömlu Mesópótamíu, bókstaflega um uppruna siðmenningarinnar. Ferðast bara góð 6-7000 ár aftur í tímann í leit að svörum. Halldór Armand segir að á vef Hæstaréttar megi finna ótrúlegar sögur þar af hryllingi mannlegrar tilveru skrifaðar í alveg ótrúlegum stíl.visir/vilhelm Og svo fann ég knýjandi þörf hjá mér í fyrra að byrja á að gleypa í mig Plató. Ég held að þetta sé að einhverju leyti réttu staðirnir að leita svara. Því þó þetta séu kaótískir og klikkaðir tímar þá er þetta samt ekkert nýtt auðvitað. Í það minnsta virkar þetta vel fyrir mig. Líklega er þetta bæði flótti og einhvers konar von.“ Ofsinn í umræðunni Klassík er klassík af því hún er klassík. Og mýtur eru mýtur en sennilega eru ekki mörg tímabil sögunnar sem einkennast af svo mikilli pólaríseringu og ofsa í umræðunni og nú. Þar sem tilgangurinn á einhvern veginn að helga meðalið? „Fjársterkustu fyrirtæki mannkynssögunnar hafa beina fjárhagslega hagsmuni af því að tvístra okkur. Sem er helvítis skellur,“ segir Halldór Armand sem er þó ekki þjakaðari af þessari hugmynd en svo að hann hlær við. Þetta eru þó ekkert grín sem er undir; tilfinningahiti sem sprettur meðal annars af ótta við að lýðræðið sé ónýtt. Er ekki fremur ódýr ofureinföldun að skella bara skuldinni á samfélagsmiðlana sem oft er um kennt? „Jú, ég er sammála þar. En þeir svona kannski hjálpa ekki! Eða virðast að minnsta kosti ekki gera það.“ Hin stórfurðulega og gagnlega lögfræði Þó Halldór Armand sé ekki aldinn að árum er ferill hans athyglisverður. Eftir stúdent í MH fór hann í HÍ, í lögfræði. Líkt og aðalpersóna hinna nýju bókar en það er önnur saga. Frami á því sviði hefur mátt víkja fyrir rithöfundaferlinum? „Ég er oft spurður út í þetta og ég veit að mörgum finnst þetta skrýtið, en ég bara hugsaði aldrei laganámið mitt sem einhvers konar byrjun á starfsferli. Á bókarkápu hinnar nýju bókar er vitnað í kónginn, Bubba Morthens, sem heldur því fram að Halldór Armand sé himnasending og djöfullega góður. Við gerum ekki ágreining þar um. Þegar ég var tvítugur langaði mig bara að læra eitthvað en var ekkert með neinar pælingar um hvað ég vildi gera við líf mitt. Þegar ég útskrifaðist 2012 var vinnumarkaðurinn líka bara algjör eyðimörk eftir hrunið. Bara bókstaflega eyðimörk. En ég var löngu búinn að ákveða að ég ætlaði ekkert að vinna við þetta. Lögfræði er líka bókmenntalegt fag á sinn hátt. Ég hef oft sagt að hæstirettur.is er í raun framúrstefnulegasti bókmenntavefur landsins.“ Ekki þetta regindjúp þarna á milli og margur kannski ætlar? „Nei. Ótrúlegar sögur þar af hryllingi mannlegrar tilveru skrifaðar í alveg ótrúlegum stíl. Þar sem ekkert skiptir minna máli en tilfinningar. Svo eru lögskýringar líka bókmenntaskýringar á sinn hátt. Já ég á drög að skáldsögu sem ég klára dag einn sem heitir einfaldlega Aðili máls. Það er bara nafnið á aðalkarakternum. Heitir aldrei neitt annað. Svo ég fann alveg ýmiss konar innblástur þarna í náminu á sínum tíma og sé ekki eftir því.“ Aðili máls. Manni dettur Kafka umsvifalaust í hug? „Já. Það er þessi afpersónuvæðing í réttarkerfinu sem er svo stórbrotin. Svo listilega framkvæmd að það verður einhvern veginn guðdómlegt stundum.“ En mætti kannski leggja meiri rækt við íslenskukennslu í Lögbergi. Þarna er nú einu sinni verið að fást við merkingu? „Það er alveg gjörsamlega hárrétt. Þetta gat orðið svolítið kjánalegt allt. Tungumálið mikið notað sem einhvers konar girðing. En það þarf að hafa svo svakaleg tök á því til þess að valda því verkefni vel.“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira