Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 20:01 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur. Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ekki kemur til greina að heimila kaup á eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu með hlutdeildarlánum að sögn félagsmálaráðherra. Sveitarfélög og verktakar þurfi að draga úr álagningu til að byggja megi hagkvæmar íbúðir. Útfærsla hlutdeildarlána hefur verið harðlega gagnrýnd í umsögnum við reglugerð um lánin. Hægt verður að sækja um lánin frá og með mánaðarmótum en Reykjavíkurborg hefur meðal annars bent á að líklega verði lítið um úthlutanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum þar sem íbúðir í aðeins einni fasteign uppfylli skilyrði. Borgin og fleiri umsagnaraðilar hafa talið að einnig eigi að lána fyrir eldri íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, líkt og verður gert á landsbyggðinni. „Við erum ekki að fara breyta grundvallaratriðum í grunnhugsun kerfisins. Vegna þess að grunnhugsun kerfisins er að hvetja til þess að byggðar verði hagkvæmar íbúðir á sama tíma og við ætlum að lána vaxtalaust til fólks til að kaupa þær íbúðir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Gufunesi.mynd/Egill Aðalsteinsson Hann hefur ekki áhyggjur af því að uppbyggingin færist á jaðar höfuðborgarsvæðisins vegna kostnaðarmarka, líkt og svæðisskipulagsstjórar hafa meðal annars nefnt í sinni umsögn. Hugað verði þó að einhverjum athugasemdum við endurskoðun reglugerðar. „Eins og varðandi ákveðin upphæðarmörk, samspil við úthlutanir og hvernig því er háttað og svo framvegis.“ Hann á von á því að gengið verði frá þessum atriðum í næstu viku. Ætlað inngrip á fasteignamarkaðinn er stórtækt og ráðherra segir kallað eftir breytingum. Gert er ráð fyrir að lánað verði fyrir um fjögur til fimm hundruð íbúðum á ári, samtals fyrir um fjóra milljarða króna árlega. „Og það er fullkomnlega eðlilegt að samhliða því séum við að hvetja bæði sveitarfélög og verktaka til að draga úr sinni álagningu og láta ekki unga fólkið sitja uppi með það um ókomna tíð,“ segir Ásmundur. Hann bendir á uppbyggingu hagkvæmra íbúða í Gufunesi og segir vel hægt að byggja hagkvæmar íbúðir í borginni. „Við höfum þegar séð verkefni fara af stað og höfum heyrt af fleiri verkefnum sem eru í pípunum.“ „Við sjáum að það er hægt og það væri uppgjöf hjá stjórnvöldum, bæði hjá sveitarfélögum og ríki að segja annað,“ segir Ásmundur.
Alþingi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira